Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 17
Á fjórða fundinum skýrði Aðalbjörg Sig- urðardóttir frá kennsluaðferðum Maríu Montesorri, sem síðar hlutu mikla viður- kenningu. Þá ræddi Halldóra Bjarnadóttir um gagnsemi foreldrafunda. Síðar voru rædd launakjör kennara oftar en einu sinni. Á árinu 1918 gengu þeir Brynleifur Tobíasson og Lárus Bjarnason í félagið. Síðar á árinu gengu þau hjónin Steinþór Guðmundsson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir einnig í Kennarafélagið. Á síðasta fundi það ár var samþykkt lág- markskaup fyrir hverja kennslustund. Fy rir að kenna einum nemanda kr. 1,50. Fyrir að kenna tveimur nemendum kr. 2,50. Og svo 50 aura viðbót fyrir hvern, sem bætist við eftir það. Þetta átti við kennslu unglinga og fullorðinna. Lágmarkskaup fyrir að kenna börnum. Sértímar með börnum eina krónu á tím- ann. Fyrir að kenna 5 börnum eða fleiri saman 2 stundir á dag, á mánuði fyrir hvert barn kr. 12,00. Þegar við nú lítum á þessar samþykktir, þá virðist okkur þessir textar talsvert háir, enda vafasamt að eftir þeim hafi verið farið. Þann 4. maí 1919 er kosin ný stjórn. Stefán Stefánsson lætur af formennsku, efa- laust vegna heilsubihmar, en í stjórn ern kosin: Steinþór Guðmundsson, formaður. Egill Þórláksson, ritari. Halldóra Bjarnadóttir, féhirðir. Ingimar Eydal, varamaður. En sama ár gerðist Egill kennari á Húsa- vík og á þá erfitt með að sækja fundi. Ritar hann aðeins eina fundargerð þann 15. júlí 1919. Þá er rætt um launamál. Af 17 fund- argerðum hefur Ingimar Eydal ritað 15, Kristbjörg Jónatansdóttir eina og Egill eina. Við eigum því Ingimar fyrst og fremst að þakka þessar greinargóðu fundargerðir um störf félagsins. Á næstu fundum í félaginu var talsvert rætt um útgáfu bóka til sjálfsmenntunar. Ekki get ég fyllilega áttað mig á hvers kon- ar bækur hér er um að ræða. En vitnað er í grein eftir Sigurð Nordal í Skírni í þessu sambandi. Þá var á tveimur fundum rætt um tillögu frá Aðalsteini Sigmundssyni um útgáfu tímarits. En aldrei varð neitt úr framkvæmd- um. í ársbyrjun 1920 ræddi Steinþór Guð- mundsson um framhaldsmenntun unglinga á Akureyri, að loknu barnaskólanámi, og sýndi fram á nauðsyn hennar. Kosin var þriggja manna nefnd í málið. Ekki er mér kunnugt um að þetta kæmist á á næstu ár- um, en Einar Olgeirsson hafði hér kvöld- skóla í bænum, þar sem Steinþór kenndi í 4 ár, frá 1924—1928, og má skoða þann skóla, sem vísi að Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Á þessum sama fundi hóf Ingimar Eydal umræður um undirbúningskennslu barna á Akureyri, innan skólaskyldualdurs, sem þá voru 10 ár. Vildi hann að stefnt væri að því að bærinn tæki í sínar hendur þessa kennslu og var þannig á undan sínum tíma. Hér var áreiðanlega hreyft þörfu máli. Það sem háði barnaskólanum hér um ára- tugi var að fá börnin ólæs í skólann, og eng- in skipuleg lesrarkennsla var í skólanum. Um framhaldskennsluna samþykkti bæj- arstjórn og skólanefnd samkvæmt tillögum HEIMILI OG SKÓLI 61

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.