Heimili og skóli - 01.06.1971, Page 19

Heimili og skóli - 01.06.1971, Page 19
gagnlegt í sambandi við barnafræðsluna í bænum. Félag þetta var endurvakið á ný 9 árum síðar, 1931, með stofnun „Félags barna- kennara við Eyjafjörð“ fyrir forgöngu Snorra Sigfússonar. Nú voru framhalds- skólakennarar ekki með í félaginu. En ekki er Kennarafélag Eyjafjarðar hér til um- ræðu, þó að saga þess sé ekki síður mark- verð. Kennarafélagið á Akureyri átti stutta sögu en merka og á það skilið á aldarafmæli almennrar barnafræðslu á Akureyri að starfs þess sé minnzt. Til gamons Kunningjar urðu sammála um að annar þeirra lánaði hinum peninga. — Segðu bara ekki konunni minni, að ég hafi fengið peninga að láni hjá þér. — Þú mátt heldur ekki segja minni konu, að ég hafi lánað þér peningana. ★ Orðheppinn maður komst einu sinni svo að orði: — Þegar ég sé kvenfólk kyssast, dettur mér ávallt í hug glímumenn, sem takast í hendur, áður en viðureignin hefst. ★ — Hvernig lízt þér á þessa Ijósmynd af kon- unni minni? — Ágaetlega. Þetta mun vera augnabliksmynd. — Af hverju heldurðu það? — Jú, munnurinn á henni er lokaður. ★ Siggi ferðalangur var að koma heim eftir að hafa dvalið mörg ár erlendis, m. a. hafði hann imnið í leikhúsi. — En ég hélt það ekki lengur út en í fimm mánuði, því ég var í svo erfiðu hlutverki, sagði hann við vinkonu sína. — Ég gat ekki orðið setið. — Hvað segirðu, og hvað lékstu? — Það var í revíu, og ég lék afturhluta af asna. En kunningi minn, sem lék framhlutann, var allt- af að kankast við dansmeyjarnar, en þá fékk asn- inn alltaf duglegt spark í bakhlutann. ★ Drengur, þriggja ára gamall, hafði mikinn áhuga á að læra mannasiði. Einu sinni, þegar hann var að koma úr heimhoði frá vinkonu sinni, segir hann: — Heyrðu, mamma, ég ropaði hjá henni frú Ástu. Hvort átti ég að segja, verði þér að góðu, eða guð hjálpi mér? ★ Mamma hafði keypt sér nýjan borðdúk. Hún varð að víkja sér frá stundarkorn og skildi Stínu litlu eftir inni í stofu. Stína var ekki nema fimm ára. Þegar mamma kom aftur, hafði Stina klippt stórt gat á dúkinn. Mömmu varð skapbrátt. — Stína, gerðirðu þetta með fullu viti, hróp- aði hún. — Nei, ég gerði það með skærum. sagði Stína. HEIMILI OG SKÓLI 63

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.