Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 27
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, HJÚKRUNARKONA llm orskir fávitaháttar ORSAKIR fyrir fávitahætti eru margar. sumar þekktar, aðrar óþekktar. Oft er hægt að benda á atriði í sögu barnsins eða móður- innar, sem skýra ástandið og vitað er um 150 til 200 sjúkdóma, sem orsakað geta vangefni á háu stigi. Eg mun hér á eftir nefna nokkra þessara sjúkdóma og lýsa í ör- fáum orðum einkennum þeim, sem þeir valda. 1. Mongolidagervi er meðfæddur fávita- sjúkdómur. Hann var fyrst uppgötvaður ár- ið 1866 af enskum lækni, Langdon Down að nafni (Downs Syndrom). Við rannsóknir hefur komið í ljós, að af hverjum sex hundruð börnum, sem fæðast, er eitt mongolid. Orsakirnar fyrir þessu af- brigði eru þær, að litningafjöldinn er meiri en í heilbrigðum einstaklingi, en ekki er vitað með vissu hvað veldum þeim mun. Algengast er, að mongolidar séu yngstir í systkinahópi, en fæðast þó stundum í ann- arri röð. Þessi börn hafa öll mjög svipuð líkamleg einkenni og nafn sitt draga þau af því hve mjög þau iíkjast mongólum í útliti. Augun eru skásett, nefnið breitt, hendurnar breið- ai og fingur stuttir, tær einnig. Höfuðið er stutt framan frá og aftur, hnakkinn flatur og háls stuttur. Kynfæri eru eðlilega þrosk- uð, en allir eru þeir ófrjóir. Mongólidar náðu yfirleitt ekki háum aldri, urðu sjaldan eldri en 30—40 ára. Með bættri umhirðu og hjúkrunaraðstöðu hefur lífaldur þeirra sem annarra hækkað talsvert. Margir þeirra eru með hjartagalla og þeir hafa lítið mótstöðuafla gegn sjúk- dómum, en það eykst þó frekar með aldrin- um. Þeir eru mjög kvefsæknir, húð þeirra þurr og þarfnast sérstakrar umönnunar, tennur eru mjög lélegar og skemmast fljótt, fullorðinstennur koma seint eða ekki. Eitt af einkennum mongólidanna er mik- ill vöðvaslappleiki og teygjanleg liðabönd og geta þeir án erfiðleika sett sig í hinar heimili og skóli 71

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.