Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 8
Námsleiðir kynnist þróunarsögu þar frá landnámi til vorra daga. Einnig dýraílífi, gróðurfari og búskaparháttum, vandkvæðum, en vissu athafnafrelsi. Sveitabörnin gætu þá einnig haldið til kaupstaðanna og kynnzt skól- um, söfnum, umferðareglum og borgarbrag. Yær'i ekki ólíklegt, að þarna gæti orðið um skiptikennslu og dvöl að ræða. I fljótu bragði sé ég fátt því til fyrirstöðu, að árdeildir í kaupstaðaskólum skipti við börn í lieimavistarskólum og þau síðarnefndu dvelji á heimilum þeirra er fóru í sveitina. Að sjálfsögðu yrði þarna aðeins um hluta skólabarnanna að ræða og vegna fjöldans í kaupstaðarskólunum yrði að hafa fleiri járn í eldinum, ef allir ættu að njóta þessarar kennslu. Námsskráin gefur skyldunámsskólunum nokkuð afmarkað efni, er þeim er ætlað að kenna. Árdeildirnar gera sér áætlanir og starfa með hliðsjón að því, að öll börnin af aldursflokkunum, er hafa meðalgreind eða meira, geta starfað innan þess ramma er fyrir er lagður. Ef í ljós kemur að einhver nemandinn ræður ekki við námsefnið, er reynt að hjálpa honum eftir mætti, en sá nemandi í hópnum, sem á mjög létt með nám fær tiltölulega góða daga og reynir stundum minna á sig en æskilegt væri. Þannig eru íslenzku barnaskólarnir upp byggðir og sama form gildir á hinum Norðurlöndunum til 11—12 ára aldurs nemendanna. Þó eru til undantekningar. Við sjáum sjaldnast langt fram á veginn, en okkur er þó vafalaust öll- um ljóst, að finna verður þá námsleið, er allir nemendur vinna, af þeim 52 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.