Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 26
Samkennarar hennar muna líka eflaust, að þegar birti upp og nemandinn sýndi um- talsverðan árangur, þá lék Sigríður við hvern sinn fingur og maður hafði þá tilfinn- ingu, að hjá henni skini sól inn um alla glugga. Til þess að lokka fram þennan jákvæða árangur notaði hún lítil atvik, smávegis hug- myndaflug í mynd og gerði að ævintýri í lífi þess er sjaldan var hælt og fann sig van- megnugan. Osjaldan bauð hún nemendum heim til sín í litlar veizlur, en undir bjó, að kynnast „börnunum sínum“ nánar, svo að hún gæti fremur hjálpað þeim áfram til náms og þroska. Margan frídaginn sat hún í skólanum og lagfærði föndurvinnu þeirra er lítið gátu, svo að þau gætu byrjað jafnt hinum á næsta starfsdegi. Þannig var Sigríður. Börnin í bekknum voru hluti af henni sjálfri og ör- lög þeirra fylgdu henni heim að loknu dags- verki. Stóra sál þarf, til þess að rúma þann- ig tvo eða fleiri bekki. A kvöldin var hún leiðtogi í skáthreyfing- unni og spilaði á gítarinn, því að þar sem Sigríður fór var aldrei kyrrstaða. Að eðlis- fari var hún glaðlynd, en þó næm fyrir um- hverfinu. Teldi hún ástæðu til, tók hún skarplega svari þess er var fjarverandi, fylgdi eftir með rökum og lagði gott til mála. Hún var aldrei nein auglýsingarkona um eigið ágæti, heldur starfaði í kyrrþei. Því er ekki að vita, að „börnin hennar“ hafi á þeim árum áttað sig á hversu góðrar leið- sagnar þau nutu. En flest börn eru þó næm á viðmót og eðliskosti fólks og dæma á sinn hátt. Þess naut Sigríður og oft fengu færri börn en vildu að leiða hana heim úr skól- anum. Þeir foreldrar eru lánsamir, er fá til upp- eldis og tilsagnar börnum sínum snjalla og starfsfúsa kennara. Mótun barnssálarinnar er ævarandi undirstaða og skiptir miklu hverjir að vinna. Sigríður varð stétt sinni til sóma. Hún skildi réttilega, að efnislegir minnisvarðar verða aldrei traustari en und- irstaða þeirra, en áhrif uppalenda í samfé- laginu greinast óbeint til margra kynslóða. Sú leið getur vei'ið djúpt mörkuð og miklu varðar að rétt hafi verið stefnt. Megi minn- ingin um Sigríði Skaftadóttur lifa. Eg flyt eftirlifandi ættingjum samúðarkveðjur okk- ar félaga hennar í Kennarafélagi Eyja- fjarðar. Indriði Ulfsson. 70 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.