Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 15
Stefánssonar skólameistara. Þá var sam- þykkt tillaga um stofnun kennarafélags. Næst var rætt um frumvarp til laga fyrir félagið og samþykkt á fundinum. Fyrstu tvær greinar laganna voru svohljóðandi: 1. Grein. Félagið heitir Kennarafélagið á Akureyri. 2. grein. Tilgangur félagsins er að koma á og efla föst samtök og samvinnu með- al kennara, þeim til andlegra og efna- legra hagsbóta og skólum og kennslu- málum yfirleitt til stuðnings, og stöð- ugra endurbóta, samkvæmt kröfum tímans og eftir því sem reynsla og at- hugun benda til. — Félagið vill einnig vinna að því, að samskonar félags- skapur komist á um allt Norðurland, er síðar verði liður í einu allsherjar kennarasambandi, er hafi sama mark- mið. Þarna kemur fram hugmyndin að stofn- un Sambands íslenzkra barnakennara, sem komst í framkvæmd fjórum árum síðar. Fjórða mál á dagskrá fundarins eftir að lögin höfðu verið samþykkt var um „Ymis atriði úr frœðslulögunum“, og hafði Hall- dóra Bjarnadóttir framsögu. Hún las upp símskeyti um launakjör kennara, samkvæmt lagafrumvarpi, sem lagt var fyrir þingið, og fólust í því talsverðar hækkanir. Skóla- stjóri kaupstaðaskóla átti að hafa í byrjun- arlaun 2000 krónur, sem hækkaði alls upp í 3000 krónur fyrir veturinn, utan kaup- staða 1500 krónur, sem hækkaði uppí 2500 ki'ónur, kennarar kaupstaðaskóla 1500 kr., sem hækkuðu uppí 2500 kr., utan kaup- staða 1200 krónur, sem hækkuðu uppí 1800 kr. og farkennarar 300 kr., sem hækk- uðu uppí 600 kr. yfir veturinn og allt frítt. Allt miðað við 6 mánaða kennslu. I þetta mál var kosin 5 manna nefnd. Fimmta mál fundarins var um lesbækur, skrifbœkur og réttritun. Páll J. Ardal hóf umi-æður um það mál. Og stærsta frarh- kvæmd þessa félags var síðar einmitt í sam- bandi við þetta mál. Fundurinn hafði byrjað klukkan 1 og var gefið fundarhlé klukkan 6. Eftir fundar- hléið voru ræddar tillögur frá nefndum. Sjötta mál fundarins var um kennara- náfiiskeið. Kristbjöi'g Jónatansdóttir var frummælandi að því. Taldi hún heppilegt, að kennaranámskeið yrðu haldin hér á Norðurlandi. Þá var kosin stjórn félagsins. I hana voru kosin: Stefán Stefánsson, skólameistari, form. Ingimar Eydal, kennari, ritari. Halldóra Bjarnadóttir, skólastýra, féh. Síðasta mál þessa stofnfundar var: Tóbakssala til barna. Aðalbjörg Sigurðax-- dóttir hafði framsögu og lagði fram tillögu þess efnis, að lagt yrði fyrir Alþingi frum- varpa til laga, er banni að selja tóbak börn- um og unglingum innan 16 ára. Það mál, sem síðast var á dagskránni, styrktarsjóður kennara, vannst ekki tími til að ræða að þessu sinni. A þessu yfirliti er hægt að sjá, að næg voru málefni til umræðu á þessum fundi Kennarafélagsins og fundurinn vel undir- búinn. Þarna var rætt um launamál, les-; bækur og skrifbækur, kennaranámskeið, stofnun sambands fyrir kennarasamtökin og vísi að lífeyrissjóð kennara. Þeim var ljóst, sem þarna komu saman, að þetta yrðu aðal- viðfangsefni kennarasamtakanna á næstu árum. HEIMILI OG SKÓLI 59

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.