Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 12
við þann skóla. Okkur er jafnframt gefinn kostur á að ljúka seinni hluta þess náms þar eða eins vetrar námi. — Þá yrði um fimm leiðir að velja: tal- kennslu, kennslu vangefinna, kennslu heyrn- ardaufra, kennslu barna með hegðunarvand- kvæði og kennslu fyrir heilasködduð börn. — Hvaða leiðir má benda á, til þess að ná sem beztum árangri við kennslu afbrigði- legra barna? — Þessari spurningu verður ekki svarað með fáum orðum, en benda má á, að þegar börn komast í þær aðstæður, að getu þeirra er misboðið, sýna þau oft óeðlileg viðbrögð t. d. árásargirni, uppgjöf eða stöðnun. — í þessu efni er oft syndgað gegn börn- um á skólaaldri og geta þar verið að verki bæði heimili og skóli. Foreldrar gera sér oft ekki grein fyrir takmörkunum barna sinna, þeir gera óhóflegar kröfur, sem eru barn- inu ofviða. Þetta verður til þess, að með baminu þróast hugarástand, sem leiðir til afbrigðilegrar hegðunar. — A hinn bóginn getur það verið skól- inn, sem gerir of háar kröfur. Sama verk- efni er lagt fyrir bekk af börnum með mis- jafna getu. Þá er lélegustu nemendunum oft ofboðið. Enda er það ekki óalgengt, að það eru einmitt þessir nemendur, sem sýna hegð- unarvandkvæði af því tagi, sem að ofan eru greind. Fleira kemur til greina, s. s. skróp, vangeta í námi, áhugaleysi og/eða tilfinn- ingaspenna. — Kennarinn þarf að skapa sér mynd af því ástandi, sem nemandinn er í, og meta hvers hann getur krafizt af honum. Hver nemandi þyrfti að eiga kost á kennslu, cr hæfir hans þroska. Nemendur, sem eiga við námsörðugleika að stríða, þurfa einstakl- ingsaðstoð og persónulega athygli. Til þess að svo megi verða, þarf bekkurinn að vera fámennur eða 6—15 börn í bekk. Náms- skráin þarf að vera sveigjanleg, falla að kröfum nemandans, en þó sjá fyrir nauðsyn- legu námsefni. — Geta heimilin stutt kennarann í þeirri kennslu, sem að framan getur og þá á hvern hátt? — Gagnkvæmt samstarf heimilis og skóla er nauðsynlegt, en oft er erfitt að koma því við, vegna þess að kennara er ekki ætlaður tími til samstarfs við foreldrana. Hafi kennari áhuga á samstarfi verður hann að verja frítíma sínum til þess. — Ég álít að kennari geti ekki þekkt barn til fullnustu, fyrr en hann hefur séð það á heimili þess og kynnzt því umhverfi, sem barnið býr í. — Því álít ég það algjört skilyrði, þeg- ar um afbrigðilega nemendur er að ræða, að kennarinn fái tækifæri til þess að kynn- ast foreldrum barnanna, kynnast viðhorfi þeirra til skólans, barnsins o. fl. Eins er nauðsynlegt að foreldrarnir skilji starf kennarans. — Einn foreldra dagur á vetri kemur að litlu gagni, ef ekkert annað samband er á milli heimilis og skóla. — Hvort er æskilegra að börn, er njóta kennslu sérkennara séu í bekkjardeildum innan skólanna eða í sérdeildum? — Ég tel að börn þessi eigi yfirleitt að vera í hinum almenna skóla, en njóta þar sérkennslu eða stuðningskennslu. í sérskól- um þurfa þau börn að vera, sem geta valdið öðrum skaða, vegna sérstakra hegðunar- vandkvæða. — Telur þú að þörf fyrir sérkennara sé mikil? — Sérkennaraþörf fyrir allt landið er HEIMILI OG SKÓLI 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.