Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 11
Sémton ftrir hjdlporhennsli KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR, kennari við Barna- skóla Akureyrar, hefur sl. tvö sumur verið í fram- haldsdeild Kennaraskóla íslands. Deild þessi hefur starfað yfir sumartímann til þess að starfandi kenn- urum gæfist kostur ó að auka menntun sína, sam- hliða föstu kennslustarfi. Ég hitti hana að móli og ræddi um nómið. — Hvaða ástœður urðu til þess, að þú gerðist kennari? — I nokkur ár hafði ég verið skátafor- ingi og því starfað töluvert með yngri og eldri börnum. Reynsla mín af því starfi var ánægjuleg og tel ég að hún hafi upphaflega vakið áhuga minn á kennarastarfi. — Hvar hefurðu starfað? — Arið 1966 flutti ég til Akureyrar og hef kennt þar síðan og ekki annars staðar. — Þú fórst til sérnáms. Hvernig var nám- inu háttað? — Vorið 1966 hóf ég nám við framhalds- deild Kennaraskóla íslands. Viðfangsefni deildarinnar var að því sinni sérkennsla af- brigðilegra barna. Námið skiptist í bóklegt nám og verklegar æfingar. Því var skipt í fjögur námstímabil og lauk með prófi. Þetta nám stundaði 51 kennari víðsvegar að af landinu og var því þannig háttað, að sinna mátti því samhliða kennslustarfi. Hluti af okkar verklega námi var t. d. að kenna hjálparbekk með 6—15 nemendum og fylgjast alveg með einum nemanda og skila skýrslu um það starf. Þessi hluti náms- ins var alveg sérstaklega skemmtilegur. — Hlauztu styrk til þessa náms? — Já, ég fékk styrk frá Akureyrarbæ. — A hvaða námsþætti var lögð mest áherzla? — Kennslan miðaði að því að veita al- menna undirstöðuþekkingu á venjulegum sálrænum og líkamlegum afbrigðum, sem krefjast sérstakra uppeldislegra ráðstafana. Jafnframt var stefnt að því að gera okkur hæf til að taka að okkur kennslu lestregra og tornæmra barna. — Er nám þetta aðeins hluti af lengra námi eða algerlega sjálfstœtt? — Statens Spesiallæreskolen í Oslo er tveggja ára skóli og var nám þetta við fram- haldsdeild K. í. hliðstætt eins vetrar námi HEIMILI OG SKÓLI 55

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.