Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 25
Sigríðnr Shaftadóttir,
kennari
ÞEIR, sem að uppeldi vinna, byggja sér
ekki áþreifanlega minnisvarða. En spor
þeirra í samfélaginu verða oft greind, þó
samtímafólk gefi sér sjaldan tíma til að
staldra og líta um öxl.
Sigríður Skaftadóttir var einn þessara
uppalenda. Hún fæddist 21. okt. 1907 í
Litlagerði í Dalsmynni, dóttir Skafta Jó-
hannssonar og Bergljótar Sigurðardóttur
konu hans.
Sigríður var úr stórum systkinahópi og
kynntist snemma fátækt og harðri lífsbar-
áttu eins og flestir þeir, er nutu æsku í byrj-
un þessarar aldar. Hún var að nokkru aliti
upp hjá frændfólki sínu í Geitagerði í Fljóts-
dal. Til náms fór hún í unglingaskóla og
síðan í Kennaraskóla íslands og lauk kenn-
araprófi 1931. Ekki lét hún þar staðar num-
ið, heldur fór margar ferðir til Svíþjóðar í
framhaldsnám og lagði stund á íþrótta-
kennslu, danskennslu, ásamt handavinnu-
og föndurkennslu. Á þeim árum var slíkt
framhaldsnám næsta fágætt nema frama-
von í starfi lægi til grundvallar, en svo mun
ekki hafa verið hjá Sigríði. Sjálf sagði hún,
að íslenzkum börnum væri ekki of gott, ef
hún gæti fært þeim eitthvað nýtt.
Sigríður var því mjög fjölhæfur kennari
og Barnaskóla Akureyrar mikill fengur að
fá hana til starfa, en þar hóf hún kennslu
1934 og starfaði til dauðadags. Við Barna-
skóla Akureyrar kynntist ég Sigríði og
störfum hennar fyrir „börnin sín“, eins og
hún nefndi þau oft. Um þau ræddi hún dag
eftir dag á kennarastofunni og þjáðist með
þeim, er lítið gátu og engan teljandi árang-
ur sýndu. Þar hafði lítið að segja kröfur
heimilanna um árangur, heldur var Sigríð-
ur sífellt að hugsa um stöðu barnsins í
bekknum gagnvart öðrum félögum og áhrif
sífelldrar neikvæðrar niðurstöðu í námi í
framtíð barnsins.
HEIMILI OG SKÓLI
69