Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 18
Kennarafélagsins að láta framhaldskennslu fara fram í skólanum eftirleiðis, en tók ekk- ert undir að kosta kennslu barna undir skólaskyldualdri. Breyting á stjórn var sú, að Ingimar Ey- dal var kosinn ritari í stað Egils Þórláks- sonar. Merkasta málið, sem félagið hafði með höndum þetta ár, var að koma út nýrri les- bók fyrir barnaskólana, þar sem þau þrjú hefti af gömlu lesbókinni, sem til voru nægðu ekki sem lestrarefni í fjóra vetur. Steinþór Guðmundsson hóf máls á því í fé- laginu og vildi að bókin kæmi út á næsta ári. Þann 25. nóvember 1920 voru á fundi gerðar samþykktir um þetta mál. Þær voru eftirfarandi: „1. Nefndin leggur til að Kennarafélag- ið sjái um að gefin verði út á næsta ári 12 arka lesbók, þannig sniðin, að hún geti tekið við af 2. hefti lesbókar. 2. Að félagið leggi til handrit bókarinn- ar og prófarkalestur ókeypis, en semji að öðru leyti um útgáfu bókarinnar við aðra hvora prentsmiðjuna hér á Akureyri. 3. Að kosin verði 5 manna nefnd til að sjá um framkvæmd málsins.“ I ritnefnd lesbókarinnar voru kosin: Steinþór Guðmundsson, Páll Árdal, Ingi- mar Eydal, Halldóra Bjarnadóttir og Krist- björg Jónatansdóttir. Þessi nefnd vann það afreksverk að koma út „Nýrri lesbók“ árið eftir 1921. Kostnað- armaður var Þórhallur Bjarnarson, en bók- in var prentuð í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar. Hún var 196 blaðsíður að stærð og með myndum. Efni hennar var það vel val- ið, að það var til sóma fyrir félagið. Nú mun hún að mestu upplesin, nema eitt og eitt ein- tak, sem leynist lúið og slitið á ólíklegustu stöðum. Þetta var stærsta Grettistak, sem Kennarafélagið lyfti. Eg sagði að efnisval bókarinnar hefði tekizt vel. Var það tekið úr ýmsum áttum. Efni var þar eftir þrjá úr ritnefndinni. PálL J. Árdal átti þar tvær greinar og þrjú kvæði og mátti það ekki minna vera eins mikið og Páll hefur ritað fyrir börn. Kvæðin voru „Berðu mig til blómanna“ og „Skógarþröst- urinn“, hvort tveggja perlur. Ingimar Eydal átti þrjár greinar í bókinni, tvær sögulegs efnis um Vísa-Gísla og Jón lærða. Þá er þarna barnasaga „Við sjóinn“ eftir Steinþór Guðmundsson. Af efni bókarinnar mun sagan „011 fimm“ hafa yljað mörgum í hjarta. Þarna birtist einnig skemmtileg frásögn „Jörðin og halastjarnan“ eftir ungan höfund, Ingi- mar Óskarsson. Á fundi félagsins 27. janúar 1921 var samþykkt að gefa 50 krónur í minningar- sjóð um Stefán Stefánsson skólameistara og taka þátt í að bera kistu hans til grafar. Þá var einnig samþykkt að taka þátt í samtökum kennarasamtakanna, sem ráðgert var að stofna í Reykjavík á næsta sumri. Þá var Samband íslenzkra bamakennara stofn- að sem kunnugt er. Rætt var einnig um að halda uppi kennslu barna innan skólaskyldualdurs á næsta sumri. Eftir þetta fer að dofna yfir félaginu og eru aðeins haldnir í því tveir fundir eftir þetta. Sá síðasti var 25. janúar 1922, og er þá rætt um, hvort halda eigi áfram með fé- lagið eða ekki. í félagið gengu alls 34 félagar og voru 10 af þeim utanbæjar. Kennarafélag þetta gerði mikið gagn, þó að það starfaði stutt. Einkum reyndist það 62 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.