Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 16
Næst geymir fundargerðabókin stjórnar- fund 7. júní 1917. Ekki verður hér skýrt frá efni hans, þar sem þau mál koma flest til umræðu á næsta félagsfundi. Hann var haldinn tveim dögum síðar 9. júní og var Lárus J. Rist fundarstjóri á þeim fundi. A þeim fundi var fyrsta málið: Handa- vinnukennsla í barna- og unglingaskólum. Framsögu í því máli hafði Halldóra Bjarna- dóttir. Samþykkti fundurinn áskorun til fræðslumálastjórnarinnar að koma handa- vinnukennslu inn í barna- og unglingaskóla landsins. En eins og kunnugt er var þetta eitt af hennar mestu áhugamálum, enda vissi hún hvað Norðmenn voru langt á undan okkur í þessu efni. Annað mál fundarins var um kennara- námskeið. Frummælandi var Kristbjörg Jónatansdóttir. Var í því máli einnig sam- þykkt áskorun til fræðslumálastjórnarinnar um að hafa kennaranámskeið utan Reykja- víkur til skiptis í landsfjórðungunum. Þriðja málið var um einkunnir í skólum. Taldi fundurinn sjálfsagt að samræmi væri í einkunnargjöf í öllum skólum landsins. Fjórða málið var um dönskukennslu í skólum. Frummælandi var Halldóra Bjarna- dóttir. Fundurinn taldi ekki heppilegt að eyða dýrmætum tíma barnaskólanna að kenna dönsku eða önnur erlend mál. Fimmta málið var að kjósa fulltrúa á fund í Kennarafélagi íslands 27. júní þá um sumarið. Kosin voru Aðalbjörg Sigurð- ardóttir og Stefán Stefánsson, skólameist- ari. Sjötta málið var um fræðslumálatímarit. Stefán Stefánsson var frummælandi og mælti með því að komið yrði á fót tímariti, sem fjallaði um fræðslumál landsins. Sjöunda málið var um menntaskóla á Norðurlandi. Stefán Stefánsson hreyfði því máli, þó að ekki væri það á dagskrá fund- arins. Er undraverð framsýni Stefáns í þessu máli á þeim erfiðu tímum, sem þá voru á landi hér. I því máli var eftirfarandi tillaga samþykt: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir að því hefur verið hreyft, að fullkominn menntaskóli komist á hér norðanlands og væntir þess, að það mál komist til fram- kvæmda hið fyrsta.“ Mér þykir sennilegt, þó ekki hafi ég fyrir því neina sönnun, að þetta hafi verið í fyrsta sinni, sem þetta mál hafi verið rætt opinberlega og Stefán upphafsmaður þess. Ekki auðnaðist honum þó að lifa það, að þetta mál næði fram að ganga, en 13 árum síðar var stofnaður Menntasólinn á Akur- eyri. Þriðji fundur Kennarafélagsins var hald- inn þetta sama ár, 8. des. 1917 í barnaskóla- húsinu. A þessum fundi var Jónas Jónsson frá Hriflu og Egill Þórláksson gekk í félag- ið. Þarna var skýrt frá því að dauft hafi verið yfir fundi Kennarafélags íslands með umbætur á fræðslumálum, m. a. að ekki væri líklegt að hægt væri að koma á fót tímariti um skóla- og uppeldismál kostn- aðar vegna. Hér hefur verið drepið á nokkur þau um- ræðuefni, sem rædd voru á þremur fund- um þessa félags. Það yrðu of miklar endur- tekningar að skýra á sama hátt frá efni hinna fundargerðanna, en alls hélt félagið 17 fundi og hætti störfum 1922. Ég kýs heldur að drepa hér á ný mál og gefa stutt yfirlit yfir störf félagsins í lokin, en að þræða fundargerðir. 60 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.