Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 24

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 24
styrkum skrefum út í laufskálann til að fá spurningunni strax svarað. Þegar hann .... ef hann gæti nú ein- hverntíma gengið án grindarinnar, hvaða æfingar mundi hún ráðleggja honum til að styrkja fæturna. Það leið nokkur stund áð- ur en hún svaraði. Ef til vill vissi hún, að þetta var síðasta ráðið, sem hún gæfi honum. Er hún leit upp til hans, fann hann viðkvæmnislega blíðu í augum hennar. Hún svaraði með sinni vana- legu festu, sem gaf í skyn, að hann hefði sjálfur átt að geta sér til um það. „Það er svo margt hægt að gera“, sagði hún. „Þú verður auðvitað að læra að dansa.“ Og það gerði ég. 7. E. Til gnronns Mark Twain var eitt sinn spurður að því hvern- ig hann héldi að fara myndi fyrir mönnunum á jörðinni ef engar konur væru þar. — Þeir myndu verða fáir, herra minn, afskap- lega fáir. ★ Tvær vinkonur ræða saman: — Svakalega ertu sólbrennd. Varstu í Kerling- arfjöllum eða hefur þú verið í siglingu? — Nei, ég er bara heimabrennd. ★ Hans Hansen fékk reikning frá lækninum sín- um með póstinum og þegar hann hafði litið yfir reikninginn féll hann gersamlega saman: — Að hugsa sér, hvað ég hef verið mikið veikur, án þess að hafa hugmynd um það. ★ Þeir, sem mikið vita, tala oftast lítið, — en þeir, sem lítið vita tala oftast mikið. Kvennaklúbbur nokkur í New York, sem bar nafnið „Einmana hjörtu“, fékk eitt sinn bréf með mynd af manni sem vonaðist til að geta fundið lífsförunaut innan klúbbsins. Hann fékk myndina endursenda með þessari áritun: — Svo einmana erum við nú ekki. ★ Meðhjálpari á Vesturlandi var að lesa bænina á undan guðsþjónustu. í sama bili og hann hefur yfir bænarorðin: — Þú heilagur andi minn huggari, hvíslar ein- hver að honum að forsöngvarinn sé ekki kominn. — A, er hann ekki kominn! segir þá með- hjálparinn upphátt. ★ Það skeði eitt sinn á vinnustað byggingafélags í Reykjavík, þegar einn af starfsmönnunum hældi sér mj ög af kröftum sínum. Félagi hans, lítill og grannvaxinn, bauðst til að veðja við hann þúsund kall, að hann gæti ekið því hlassi í hjólbörum frá vinnustaðnum, sem sá sterki gæti ekki ekið til baka. Sá sterki var ekki seinn á sér að taka tilboð- inu um veðmálið. Þá voru hjólbörurnar sóttar og sá litli sagði: — Jæja, karlinn, seztu nú uppí. 68 HEIMILI OG SKOLl

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.