Heimili og skóli - 01.06.1971, Page 13

Heimili og skóli - 01.06.1971, Page 13
áætluð vera um 210, en nú eru um 70 sér- kennarar á öllu landinu. Það liggur í aug- um uppi að enn vantar mikið á. — Hefur þú hug á frekara sérnámi? — Eg hef mikinn áhuga á því að ljúka seinni hluta þessa náms í Noregi, en það er ekki hlaupið að því. — Nokkur álitsorð að lokum? — Það er vitað mál, að fyrstu æviárin skipta manninn svo ótrúlega miklu máli. Því finnst mér að auka þyrfti ungbarna- vernd og fræða fólk um mikilvægi fyrstu ár- anna. — Mjög margar mæður þurfa að vinna úti og vera frá börnum sínum jafnvel állan liðlangan daginn. Því er nauðsynlegt að dagheimili og leikskólar séu í námunda við vinnustaði og þar starfi sérmenntað fólk. — Skipuleggja þarf betra fóstrunarkeríi og stofna fósturheimili í stað hæla, en þau verða alltaf líkari heimilum. — Víða eru aðstæður þannig, að enginn er heima, þegar börnin koma úr skólanum. Þessi börn þyrftu athvarf, þegar skóla lýk- ur. Þá aðstöðu ætti að vera hægt að skapa í skólunum sjálfum. Við Þökkum Kristínu Aðalsteinsdóttur svörin og væntum þess að sérþekking henn- ar verði mörgum nemandanum til hagsbót- ar. Skólana vantar mjög sérmenntað fólk t.il þess að hjálpa börnum, er ekki geta notið hópkennslu. Sum þessara barna gætu komizt töluvert áleiðis í námi með smávegis aðstoð, en önnur verða að njóta mikillar sérkennslu öll sín skólaár, ef gera á þau læs og skrif- andi. Einstaklingskennsla svo og kennsla lítilla hópa, er þjóðfélaginu dýr, en dýrara er að sinna ekki þessum ungu borgurum og valda því að þeir verða utangátta í þjóðfélaginu og alls ófærir um að uppfylla þær kröfur er það gerir til þegna sinna. Ijitln söngvararnir ÞAÐ rigndi í nótt. Ég leit út á húslóðina og sá þar fimm þresti vera að tína ánamaðka. Þeir koma hingað alltaf þegar rignir og tína ánamaðka á norðurlóðinni. Þar er mest af þeim. I sumar hafa venjulega verið hér tveir þrestir. Þeir áttu hreiður í tré í næsta húsi. Þeir eru svo gæfir, að þeir hreyfa sig ekki, þó að heimilisfólkið gangi um stéttina. En þegar frost og snjóar koma, þá verða þrestirnir að treysta á reyniberin og hjálp mannanna. Nú eru það ekki aðeins snjótittl- ingarnir, sem leita heim að mannabústöðum til að seðja hungur sitt. Þrestirnir hafa bætzt í þann hóp og eru stundum aðgangsfrekir við minni meðbræður sína. Foreldrar! Minnið börnin ykkar á að hjálpa þessum litlu söngvurum, þegar harðnar að í vetur. E. HEIMILI OG SKÓLI 57

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.