Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.06.1971, Blaðsíða 14
EIRÍKUR SIGURÐSSON: Brot úr sögu Kennarafélogsins á Akureyri Á stríðsárunum fyrri ,þegar erfitt reynd- ist að halda uppi skólastarfi í landinu vegna eldiviðarleysis, voru kennarar á Akureyri, er héldu vöku sinni. Þeir sinntu ekki aðeins sínum daglegu störfum, heldur höfðu mik- inn áhuga á bættri aðstöðu í kennslumálum. Þá stofnuðu þeir félagsskap hér í bænum til þess að koma þessum málum í fram- kvæmd. Þá var stofnað Kennarafélagið á Akureyri og virðist stofnfundurinn hafa verið vel undirbúinn. Arið 1917, þegar félagið var stofnað, var Halldóra Bjarnadóttir skólastýra barna- skólans á Akureyri, sem þá var til húsa í gamla barnaskólanum undir brekkunni. Hún gekkst fyrir umræðufundum með kenn- urum skólans á hálfsmánaðar fresti, þar sem skólastarfið var rætt. Á þessum fundum ræddu kennararnir m. a. reglugjörð skólans og kaupsamninga kennaranna, sem hvort tveggja var prentað 1915. Kennararnir gengust fyrir því, að boðað var tvívegis til kennarafunda fyrir bæinn og nærliggjandi héruð. Upp úr þessum fundum spratt Kennara- félagið á Akureyri Kennarar á Akureyri gengust fyrir stofnun þess 1917 eins og áð- ur er sagt. Stofnendur voru bæði kennarar barnaskólans og gagnfræðaskólans (síðar M. A.) Kennarafélagið var stofnað 30. marz 1917 á fundi í samkomusal Gagnfræðaskól- ans, og mættu á honum auk Akureyrarkenn- ara nokkrir kennarar úr sveitunum í grennd- inni. Stefán Stefánsson, skólameistari, setti iundinn og skýrði frá tilgangi þessarar fundarboðunar og nauðsyn á félagsskap kennara hér á Norðurlandi. Hann stakk upp á Ingimar Eydal fyrir fundarstjóra og var það samþykkt. Fundarstjóri valdi ritara, þá Lárus J. Rist og Kristján Sigurðsson. Fundarstjóri las því næst upp bréf frá Kennarafélagi Gullbringusýslu til Stefáns HEIMILI OG SKÓLI 58

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.