Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1956, Page 10

Læknaneminn - 01.10.1956, Page 10
10 LÆKNANEMINN 1. mynd. í öðru lagi sjást ávallt svokall- aðar intralobular bólgubreytingar og er þar reticuloendothel aukn- ing mest áberandi. Frumur þessar þenjast út og kjarnar þeirra verða hyperchromatiskir. Þá finnst og oft í þeim galllitarefni og fita. Stundum sjást histiocytahóparum- hverfis hrörnaðar lifrarfrumur. Á öllu acuta stiginu má greina merki um regeneration í lifrar- frumunum. Kjarnadeilingar eru víða, þannig að sjá má 5 frum- ur eða fleiri í skiptingu í hverju sjónsviði. I gallgangnaþekjunni eru kjarnaskiptingar sjaldgæfar, en hinsvegar finnast í flestum til- fellum greinileg merki um vöxt og aukningu gallganga, sem lengj- ast og verða hlykkjóttir. Loks sjást merki um gallstasis, þ.e.a.s. gallgangarnir víkka út og fyllast stöðnuðu galli. Einnig eru smá galldropar í lifrarfrumunum sjálf- um. Sé lifrarástunga gerð skömmu áður en gula kemur fram, finnast samskonar breytingar í lifrinni og hér hafa verið raktar, að því und- anskildu, að einkenni um gallstasis vantar. Mallory getui' um athuganir á 18 tilfellum, sem grunuð voru um gulusótt, en gula kom aldrei fram í neinu þeirra, hvorki á húð eða slímhúðum og ekki var heldur unnt að sýna fram á bilirubinre- tention, þrátt fyrir nákvæma at- hugun. Við smásjárskoðun á vef ja- sýni, fundust einkenni um lifrar- bólgu í 10 af tilfellunum, en í 8 þeirra var lifrarvefurinn eðlilegur. Af þessu er augljóst, áð í gulu- sóttarfaröldrum koma fram all- mörg tilfelli af hepatitis, án þess að gula verði nokkurn tíma sýni- leg. Bæði subjektiv og objektiv ein- kenni bera með sér, að sjúkdómn- um er ekki lokið um leið og gul-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.