Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1956, Page 18

Læknaneminn - 01.10.1956, Page 18
18 LÆKNANEMINN sækja. Fyrirlestrar eru allan dag- inn frá 7—19 í einhverri klinik- inni, og fyrir hádegi og milli kl. 14 og 17 eru alltaf einhverjar meiri háttar Vorlesungen eða kur- susar í tveimur eða þremur klin- ikum samtímis. Verða menn þá að velja eða hafna eftir því, sem hverjum sýnist heppilegast. Bezta klinikin í Heidelberg er Chirurgische Universitdtsklinik. I fyrsta lagi er prófessorinn sá bezti og í öðru lagi er húsið sjálft það bezta. Hún er byggð rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari og hefur um 450 rúm. Hörsaal er sá full- komnasti, sem ég hef séð. Hann rúmar um 150 manns og er sæt- um raðað í skeifuformi, og hver skeifan upp af annarri. Krítar- tafla er á veggnum gegnt bekkj- unum. Með því að styðja á hnapp, lyftist taflan upp og hverfur í vegginn, en í ljós kemur kvik- myndatjald. Fyrir gluggana er dregið með því að þrýsta á nokkra hnappa og renna þá niður glugga- tjöld, sem síðan eru dregin upp á sama hátt. Rafmagnslýsingin er þannig útbúin, að á Ijósunum kviknar og slokknar hægt, líkt og í kvikmyndahúsi. Fyrir miðju, undir bekkjunum, er klefi með sýn- ingarvélum til þess að kasta á vegginn diapositivum, röntgen- myndum, skuggamyndum og kvik- mvndum. Prófessorinn í handlæknisfræði, Bauer, er mikið kapasitet á sínu sviði og víðkunnur, að því er mér er fortalið, sem skurðlæknir. Vor- lesungen hans voru afburða góðar og lærdómsríkar. Hann talaði allt- af af miklum sannfæringarkrafti og með skemmtilegri kímni. I kirurgisku klinikinni, eins og alls staðar annars staðar, var ekki farið vfir efnið í einhverri ákveð- inni röð, heldur eftir því sem sjúk- lingamaterialið gaf tilefni til, og aldrei talað um sjúkdóm án þess að demonstrera einn eða fleiri sjúklinga með. Yfirleitt voru sýnd- ir um 2—6 sjúklingar í hverjum tíma. Sér til aðstoðar höfðu prófess- orarnir 2—3 eða fleiri aðstoðar- menn, sem sáu um að sjúklingarn- ir kæmu inn á réttum tíma, klæða þá úr og í, sýna myndir o. s. frv. í flestum aðalfyrirlestrum voru 2—6 stúdentar kallaðir upp í senn til þess að praktizieren, og voru kallaðir Práktikanten. Var þessi hópur uppi í einn tíma. Mjög mis- jafnt var það, hve prófessorarnir spurðu mikið. Próf. Bauer þurfti yfirleitt að segja það mikið, að hann var oftast búinn að svara sér sjálfur, ef menn gátu ekki svarað spurningu undir eins. Vorlesungen hófust á slaginu 8 (ekkert akademískt kortér í fyrsta tíma), nema pathologarnir byrj- uðu á slaginu 7. En það, sem mér þótti ennþá merkilegra, var það, að fyrirlestrarnir hófust alltaf stund- víslega, og h^ttu meira að sesrja stundvíslega.Er það talin þar sjálf. sögð kurteisi gagnvart akadem- ískum borgurum. Þýzkir stúdent- ar hafa þann skemmtilega sið, að heilsa prófessornum með því að berja í borðið í nokkra stund, er þeir koma inn, og hið sama er Vorlesung er á enda. Einnig er gert hið sama, ef mönnum líkar mjög vel eitthvað það, er prófess- orinn hefur sagt, einkum ef það er fyndið. Á hinn bóginn hafa þeir líka sína aðferð til þess að láta í ljós óánægju, einkum ef það kom fyrir, að farið var fram yfir tím- ann; hreyfðu menn þá fætur fram og aftur á gólfinu, fyrst lágt, en ef það nægði ekki, þá smám saman hærra, og jafnframt var barið í borðin. Var árangurinn alltaf góður.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.