Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Side 5

Læknaneminn - 01.04.1967, Side 5
Árni Kristinsson, læknir: Meðferð skyndidauða (Cardiac Arrest) Þessi grein er skrifuð til leið- beiningar læknanemum og öðrum, sem starfa á sjúkrahúsum, svo að þeir geti hiklaust reynt lífgun, ef sjúklingur deyr í námunda við þá. Ytra hjartahnoð (external cardiac massage) er auðveld og oft áhrifa- rík aðferð til að halda uppi blóð- rás og öndun fyrir sjúklinga, með- an aðgætt er, hvort unnt er að leiðrétta dánarorsök (Kouwen- hoven et al. 1960). Hvaða sjúMinga skal meðhöndla? Á stórum sjúkrahúsum er með- ferð skyndidauða nákvæmlega skipulögð og ákveðið, meðan sjúk- lingur er á lífi, hvort þessi með- ferð skuli reynd, ef sjúklingur deyr. Ef svo hefur ekki verið gert, er bezt að hef ja meðferð undireins og hugsa síðan málið. Undantekn- ingalaust skal reyna að lífga sjúklinga, sem deyja í beinu fram- haldi af skurðaðgerðum og öllum öðrum læknisaðgerðum. Vænleg- ast til árangurs er að meðhöndla skyndidauða af ókunnri orsök og sjúklinga með eitranir, öndunar- lömun (respiratory failure) og kransæðastíflu. Útiloka skal sjúk- linga með ólæknandi sjúkdóma og sjúklinga, sem smátt og smátt hafa veslazt upp og ekki tókst að rétta við, meðan þeir voru á lífi. Yfirleitt er ekki reynt að lífga fólk eldra en 65—70 ára. Er þá miðað við, hve ern sjúklingur er (sbr.: ,,A man is as old as his arteries“). En þessar útilokanir eiga ekki við sjúklinga, sem deyja eftir aðgerðir og rannsóknir, eins og áður var sagt. Greining Allir, sem umgangast sjúklinga, eiga að geta greint skyndidauða, læknar, læknanemar, hjúkrunar- konur og nemar. Sjúklingur missir skyndilega meðvitund, og ekki er hægt að finna púls í hálsslagæð (art. carotis). Oft hættir sjúkl- ingur að anda, en ekki alltaf. Stundum tekur hann djúp and- vörp, stynur og jafnvel hrópar. Þetta á einkum við um fibrillatio ventriculorum, sem betra er að meðhöndla en asystole, og því á- ríðandi að taka til höndum strax, en ekki bíða, unz sjúklingur hætt- ir andvörpum, þegar 1—2 dýrmæt- ar mínútur hafa glatazt. Byrjunarmeðferð, hjartahnoð og munnöndun (mouth to mouth breathing ). Ef lítil von er á hjálp, svo sem úti á götu, er reynandi að gefa bylmingshögg yfir hjartanu (prae- cordium). Þetta hefur stundum komið sjúklingum til lífs, senni- lega úr fibrillatio eða tachycardia ventriculorum (Baderman et al. 1965). Ef sjúklingur er á sjúkra-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.