Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Page 17

Læknaneminn - 01.04.1967, Page 17
LÆKNANEMINN n sviðum, og sérhæfing hefur því reynzt nauðsynleg. Á sama tíma hafa orðið geysilegar þjóðfélags- breytingar og þjóðlífið tekið al- gjörum stakkaskiptum. Allar jjessar breytingar hafa komið það hratt, að heimilislæknunum hefir ekki auðnazt að færa vinnubrögð sín til nútímahorfs. Ekkert af þessu rýrir þó gildi heimilislæknisins: Þegar sjúkdómar eða óhöpp steðja að, leitar sjúklingurinn fyrst til hans, og langoftast leysir hann vandann. Til hans er leitað með hvers kyns vandamál og áhyggjur, og aldrei verður ofmet- ið hið nána samband, sem verð- ur á milli góðs heimilislæknis og sjúklinga hans. Hann þekkir allt umhverfi sjúkl- ingsins, heimilisfólk hans og ætt- menni. Hann er nauðsynlegur milliliður til þess að hægt sé að veita sjúklingnum rétta sérfræði- þjónustu á réttum tíma. Hann túlkar sjúklinginn, vandamál hans og allar aðstæður fyrir sér- fræðingnum og skýrir út fyrir sjúklingnum nauðsyn þess, að hann þurfi til sérfræðings eða á sjúkrahús og hvert gagn hann muni geta haft af því. Þýðing heimilislæknanna hefur aukizt með auknum framförum í lyfjameðferð, og nú getur hann stundað sjúklingana á heimilum þeirra, sem áður þurfti að setja á sjúkrahús, og vegna aukinnar þekkingar er nú hægt að finna ýmsa sjúkdóma, fyrr en áður var, og marga á byrjunarstigi. Hinn almenni læknir er því ekki síður nauðsynlegur en áður var. Eins og þegar hefur verið minnzt á, hafa heimilislæknarnir sett mjög ofan í augum sérfræð- iní?a og almennings. Hvað varðar afstöðu sérfræð- inganna, veldur þar trúlega nokkru um, að iðulega verðum við heimilislæknarnir að senda sjúkl- inga frá okkur algjörlega óunna. Sjúklingurinn biður um tilvísun á ákveðinn sérfræðing og fær hana. í öðrum tilvikum er sjúklingnum vísað til sérfræðinga einfaldlega vegna þess, að ekki eru tök á að gera einföldustu laboratorium- rannsóknir, sem gætu leitt í ljós, hver sjúkdómurinn væri og tíma sjúklingsins og sérfræðingsins þannig sóað. Er því ekki að furða, þó að mörgum sérfræðingum gremjist, þegar til þeirra er vísað sjúkling- um, sem fyrir einhverra hluta sak- ir hafa ekki fengið þá meðferð, sem hægt hefði verið að veita þeim, ef allt hefði verið með felldu. Á hinn bóginn getur heimilislækn- um gramizt, ef hann síðan heyrir ekkert frá viðkomandi sérfræð- ingi, annað en munnleg skilaboð, sem sjúklingurinn flytur á milli. Samskiptin við sjúkrahúsin verða oft sömu annmörkum háð. Hinn fyrsti, sem sjúklingurinn kemst í snertingu við, er ef til vill stúdent eða ungur læknir, sem tekur af honum mjög nákvæma sjúkrasögu og skoðar hann. Sá hinn sami kemst að raun um, að sú sjúkdómsgreining, sem læknir- inn hefur ritað á innlagningarseð- ilinn, fær oft alls ekki staðizt. Komi þetta fyrir nokkrum sinn- um hjá sama lækni, jafnvel þó að hann sendi fleiri sjúklinga og aðr- ar sjúkdómsgreiningar séu réttar, fara stúdentar og hinir yngri læknar að efast um hæfni hans og þekkingu og alhæfa út frá fáum, röngum sjúkdómsgreiningum, að viðkomandi læknir annað hvort viti ekki, vilji ekki eða geti ekki gert betur. Þetta skapar aftur vissa spennu milli spítalanna og

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.