Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.04.1967, Blaðsíða 18
18 LÆKNANEMINN heimilislæknanna, þannig að sá sem við sjúklingum tekur, fer að tortryggja heimilislækninn. Mis- tök viðkomandi læknis liggja ef til vill í því að skrifa sjúkdóms- greiningu, í stað þess einfaldlega að segja: Ég hefi ekki komizt að neinni niðurstöðu og er í vand- ræðum. Vegna þess að stúdentar og yngri læknar þekkja yfirleitt ekki til þeirra aðstæðna, sem heimilis- læknar búa við, hættir þeim til að draga þá ályktun, að heimilis- læknarnir vinni illa, og brenna þá flesta því marki, að þeir séu eins konar lyfseðla- og tilvísana- ritarar. Leiðir til lirbóta. Miklar umræður eru nú innan stéttarinnar um skipulagningu læknisþjónustunnar. Öllum er ljóst, að það kerfi, sem við búum við nú, er alsendis ófullnægjandi og á margan hátt stórgallað. Eitt af því, sem ofarlega er á baugi, er hópstarf lækna og læknamiðstöðvar. Slík hópstarfsemi þekkist víða erlendis og hefir gefizt vel og eykst hröðum skrefum. Finnar, sem búa við læknaskort eins og við, hafa stuðlað að mynd- un slíkra hópa með því að stækka héruðin og færa læknana saman. I Svíþjóð stofnaði læknafélagið sérstaka sjóði, sem standa undir byggingu læknahúsa, þar sem fer fram hópstarf allra lækna, er starfa utan sjúkrahúsa, en auk þess eru reknar ,,poliklinikur“ við sjúkrahúsin. I Rússlandi er miðstöð almennr- ar læknisþjónustu ,,poliklinik,“ og er hún alltaf tengd spítala (sjá Læknablaðið 4. hefti 1960: Frá- sögn af Rússlandsför eftir Óskar Þórðarson). I Bandaríkjunum eru víða lækningamiðstöðvar með hópstarfi heimilislækna, hópstarfi sérfræð- inga og hópstarfi heimilislækna og sérfræðinga. Það landið, sem að mörgu leyti er handhægast að leita fyrirmynda til, er England. Þar hefur þetta kerfi náð mikilli útbreiðslu, því að fyrir 15 árum var fjórðungur al- mennra lækna í hópstarfi, en nú er aðeins fjórðungur þeirra, sem starfar sjálfstætt. Eru það lækn- arnir sjálfir, sem hafa haft for- göngu um myndun hópa. Hugmyndin um hópstarf lækna hérlendis er svo sem ekki ný. Á stríðsárunum lögðu þeir Björn Sigurðsson og Theodór Skúlason fram tillögu um, að öll heimilis- læknaþjónustan í Reykjavík yrði á einum stað með sameiginlegri spjaldskrá og tækniaðstoð. Á þeim tíma mun sjúkrasamlagið hafa haft áhuga á, að af þesu yrði, en læknsamtökin aftur á móti ekki! Eðlilega varð því ekki af þessari hugmynd. Um 1960 vakti Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir máls á því í Læknafélagi Reykjavíkur, að kominn væri tími til að koma á hópstarfi lækna, en hann hafði kynnzt slíku hópstarfi erlendis. Ekki hefur slíkt hópstarf heimil- islækna komizt á hérlendis enn þá, en á þessu er að verða mikil breyting, og er þegar hafinn und- irbúningur víða um land. Öllum er ljóst, að bygging læknamiðstöðva og stofnun starfs- hópa almennra lækna verður mikilvægur þáttur í að bæta læknisþjónustuna og ef til vill á þeim mikla skorti heimilislækna, sem nú er, því að trúlegt er, að yngri læknar muni fúsari að gera heimilislækningar að lífsstarfi sínu, þegar vinnuskilyrði verða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.