Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Page 10

Læknaneminn - 01.11.1974, Page 10
Þróun kynferðis Sigurður S. Magnússon, lceknir Ef skýra á frá því helsta, sem vitað er um kyn- ferðisþróun mannsins, þarf að rifja upp þá félags- legu, sálfræðilegu og sómatísku þætti, sem ákvarða kynferði einstaklings og bvernig hann skynjar kyn sitt og annarra. Líkamleg kyneinkenni eru oftast augljós við fæðingu og eru ytri kynfæri þar höfð til marks. Þróun ytri kynfæra í átt til karls og konu ákvarðast af gerð kynkirtilsins, sem svo aftur ákvarðast af erfðaþáttum (litningamynstri). Þegar á fósturstiginu hafa kynhormónar lykilhlutverki að gegna í þróun kynferðis. I frumbernsku er lagður grundvöllur að því hvernig barnið skynjar sitt eigið kyn (hið psychosexuala kyn eða „core gender inden- tity“). Talið er, að litningar einstaklingsins, kyn- kirtlar eða líkamlegt kyn hafi mjög lítil áhrif á þessa skynjun barnsins. Aðalatriðið er sennilega hvaða kyn (hið psychosexuala kyn eða „core gender iden- lærir svo kynhlutverk sitt af sífelldum áróðri og áhrifum frá umhverfinu. Ekki er vitað hvernig þetta gerist, en margvíslegar kenningar eru til um þetta efni. Ovíst er hvort líffræðileg áhrif skipta þarna máli. Þróun kynhlutverksins er að mikhi leyti háð umhverfi barnsins og þar ráða norm samfélagsins miklu. Að vísu skipta ólík æxlunarhlutverk karla og kvenna miklu máli. Kynstarfsemi á rætur að rekja til lífeölisfræðilegra ferla, en kynhegðun manna er hluti af félagslegri hegðun þeirra og hún er miklu háðari félagslegum og sálfræðilegum atriðum en kynhegðun annarra dýrategunda. Arfbundið hynferði. Þegar talaö er um arfbundið kynferði er átt við ákveðna niðurröðun litninga í frumum líkamans. Mannsfrumur hafa yfirleitt að geyma 46 litninga, 44 samstæður (autosom) og 2 kynlitninga. Hjá kon- um eru þeir XX, en hjá körlum XY. Arfbundið kyn má ákvarða á ýmsan hátt. Sýna má fram á arfbundið kyn einstaklings með því að ákvarða kynkrómatíniÖ. Kynkrómatínið (Barr’s body (1949)) er lítil klessa af DNA (desoxyribonúkleinsýra), en úr henni eru genin og þá einnig krómósómin gerð. Barrdoppan er venjulega yst í frumukj arnanum, nálægt kjarna- himnunni og litast á sérstakan hátt með lútsækn- um (basofil) litum. (mynd 1.). Kynkrómatín- ið er í öllum frumutegundurn líkamans, en sýni er venjulega tekið úr munnslímhúð. I konum með eðlilega genotypu er venjulega kynkrómatín i 25-40% af frumum munnslímhúðarinnar. Eru kon- ur þær sagðar jákvæðar hvað snertir kynkrómatín. Karlmenn hafa hins vegar ekkert kynkrómatín i frumukjarna og því er sagt, að genotypiskur karl- maður sé neikvæöur hvað snertir kynkrómatín. Ef unnt á að vera að sýna fram á kynkrómatín þurfa 2 eða fleiri X-litningar að vera til staðar. Þess vegna sést kynkrómatín hvorki hjá einstaklingi með kyn- litningana XY (venjulegur karlmaður) né XO (sjúk- dómsmynd Turners). Ef fleiri en 2 kynkrómósóm eru í kjarnanum þá eru kynkrómatínin fleiri en 1- Ef til vill er Barrdoppan gerð úr þeim X-litning, sem er genetiskt óvirkur. Lyon setti 1961 fram þá til- gátu, að annar X-litningurinn hjá konum með eðli- lega litningaröð væri genetiskt óvirkur. Hann verðul’ það snemma á fósturskeiðinu og helst þannig fram- vegis í viðkomandi frumu, svo og í þeim frumum sem frá henni eru komnar. Hjá konum með eðlilega litningaröð (genotypu) sjást svokallaðir „trommu- kjuðar“ (,,drumsticks“) í u. þ. b. 2.5% af neutrofil hvítum blóðkornum, en hins vegar ekki hjá karl- mönnum með eðlilega litningaröð (mynd 2). „Kjuð- ar“ þessir eru ávalir eða egglaga og tengjast frumu- kjarnanum með stilk. Hlutverk þeirra er óljóst, en þeir eru í nánum tengslum við X-litninginn. Sjaldan sjást margir kjuðar í sömu frumu, jafnvel þótt X- litningarnir séu fleiri en 2. Einnig er unnt að athuga 8 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.