Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Side 12

Læknaneminn - 01.11.1974, Side 12
eftirmyndun (replication) X-litninganna með auto- radiografiu, en þá eru notaðir ísótópar. Með eftir- myndun er átt við eftirmyndun DNA, þ. e. þess hluta erfðaefnisins, sem hefur að geyma upplýsingarnar um einstaklinginn. Litningarnir mynda nýtt DNA í þeim hluta interfasans, sem nefnist myndunartími (,,syntesperiod“). Annar X-litningurinn hjá konum myndar DNA síðar í frumuskiptingunni en hinn, og á eftir öllum autosómunum. Hinn X-litningurinn hjá konum og X-litningurinn hjá körlum hefja ekki sína eftirmyndun svona seint, en það gera hins veg ar allir þeir X-litningar, sem umfram eru við óeðii lega litningamyndun. Seinvirki X-litningurinn er tal- inn vera sá sem er genetiskt óvirkur. Þessar aðferðir duga þó ekki ef viðkomandi ein- staklingur er með mosaik í erfðalitningum sínum. Þá eru mismunandi kynlitningar í hinum ýmsu frumu- tegundum innan sama einstaklings. Hjá konum með fjölgun á X-litningum er þetta algengt (t. d. XX/ XXX). Krómatínaðferðin kemur þannig ekki að gagni við öll þau tilfelli, sem greina þarf. Oruggan upplýsingar um meðfætt kyn fást með litningagrein- ingu. Litningaröðin er þá athuguð í frumum, sem eru í skiptingu, oftast á metafasa-stiginu (mynd 3)- Litningarnir eru Ijósmyndaðir og litningaröðin (karyotypan) fundin með því að raða niður litning- unum eftir stærð og öðrum sérkennum. Y-litninginn er unnt að þekkja á útlitinu, en hins vegar ekki X- litninga. Þá verður að greina á óbeinan hátt (þ- e- eftir að öllum öðrum litningum hefur verið raðað i samstæður og 2 og 2 saman). Kynlitningarnir ráða úrslitum um myndun kynkirtla fóstursins, en þeii' Trommukjuðar í polymorj hvítum blkö hjá eðlilegri konu. 10 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.