Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 14
östrogen rnóður, sem þessu veldur. Ef kynkirtil vantar í fóstur eSa fóstrið er með eggjastokka, þró- ast það í kvenkynsátt. Kynhormónarnir hafa mikil áhrif á þróun kyn- færanna þegar á fósturstigi. Ekki er þó vitað hvort þeir hafa áhrif á sérhæfingu kynkirtlanna. Fóstur- eistað er talið stjórna sérhæfingu innri kynfæranna með óþekktu androgen hormóni, sem myndast í millifrumum (insterstitiella) fóstureistans. Jost hefur sýnt fram á, að testosteron hefur sömu áhrif og eistun á Wolffsgangana, en veldur hins vegar ekki rýrnun á Miillersgöngunum, Hor- mónið er talið hafa staðbundna verkun, þar eð brottnám eistans öðru megin leiðir til þróunar í kvenmannsátt, en aðeins þeim megin. Sérhæfing ytri kynfæra á sér stað síðar (á 12.-15. viku) og er hún talin verða á mun flóknari hátt. Ef fóstrin eru afhausuð rétt áður en sérhæfingin til karldýrs á sér stað, þá hefur það lítil áhrif á þróun og rýrnun kyn- kirtlaganganna, en blöðruhálskirtillinn þroskast ekki og ekkert verður úr karlþróun ytri kynfæra. Ytri kyneinkenni karlmanna eru því háð kerfisvirkum androgenum úr eistum, en sennilega undir yfirstjórn heiladingulsins. Skorti androgen-hormón þróast ytri kynfærin í kvenkynsátt. Androgen fóstursins verða að verka á sinus urogenitalis fyrir 15. viku með- göngutímans. Androgen-hvöt (androgen-stimulus) hefur aðeins áhrif á sinus urogenitalis í fáeinar vik- ur í fósturlífi, en reðurinn (phallus) svarar andro- gen-hvöt allan meðgöngutímann og jafnvel eftir fæð- ingu. Með því að gelda misjafnlega þroskuð karl- fóstur hefur verið unnt að framkalla ýmis stig „millikyns“ (intersex). Ekki er unnt að trufla þróun kynfæranna með mismunandi magni karl- eða kven- hormóna. Móðirin framleiðir mikið magn af andro- genum og progesteroni, meðan á meðgöngu stendur. Fylgjan breytir androgenum frá móðurinni í östro- gen og allir vefir fóstursins breyta hinu mikla östro- gen-magni, sem til þess berst, í líffræðilega óvirk efni. Þar að auki breytist progesteron það sem til fóstursins kemur í cortisol, corticosteron og aldo- steron í nýrnahettum fóstursins, en þær eru hlut- fallslega mjög stórar. E. t. v. geta gallar í þessum efnaferlum truflað þroska kynfæranna. í stuttu máli er eðlileg fósturþróun fjölgunarfær- anna í fyrsta lagi háð eðlilegri litningaröð, í öðru lagi nærveru eða fjarveru eðlilegs fóstureista til að mynda „viðeigandi kynfæri“ og í þriðja lagi eðlilegu hormónaumhverfi móðurinnar og hæfm fóstursins til að breyta hormónunum og bregðast eðlilega við þeim. Fari eitt eða fleiri þessara atriða úr skorðum, veldur það óeðlilegri kynferðisþróun; sem er sérkennandi fyrir hvert atriði um sig. Ekki er alltaf samræmi milli ytri og innri kynfæra, en að sjálfsögðu eru það hin ytri líkamlegu kyneinkenni, sem sýna kynið. Stundum er erfitt að greina kyn barnsins á ytri kynfærum. Dæmi um slíkt er annars vegar körlun (masculinisering) ytri kynfæra hja stúlkum með syndroma adrenogenitalis og hins veg- ar rniklar hypospadiur og álíka vanskapanir hja drengjum. í leggöngum nýfæddra stúlku sjást greinileg áhrií af völdurn östrogena frá fylgjunni. Stundum er unnl að greina östrogenáhrif í brjóstum nýfæddra barna, en slík einkenni hverfa eftir nokkra daga. Fram til 8-9 ára aldurs hafa börn lítið en mælanlegt magn af östrogen-hormónum í sér, en eftir það verður skyndileg aukning hjá stúlkum. Hringbreytingar (cycliskar breytingar) á östrogen-magni má greina í fyrsta skipti u. þ. b. 18 mánuðum fyrir tíðabyrjun, eða þegar secunder kyneinkenni fara að þróast og lengdarvöxtur eykst. Hjá börnum er einnig unnt að greina lág androgen-gildi, en um 8 ára aldur verður skyndileg aukning (adrenarche) sem er sýnu men'i hjá drengjum. Androgenin örva lengdarvöxt og þróun vöðvakerfisins. Hjá stúlkum kemur androgen- verkunin að megninu til fram sem hárvöxtur í hol- höndum og á munaðarhól (mons pubis), rishæfni (erektilitet) clitoris og geirvartna, vöxtur ytri skapa- barma (þeir samsvara pung karlmannsins) og sem dýpri rödd. Kynferðisþróuninni lýkur svo á kyn- þroskaskeiðinu sakir verkunar kynhormóna. Nú er talið, að hypothalamus hafi úrslitaáhrif á upphaf kynþroskaskeiðsins. Er talið líklegt, að hypothala- mus sérhæfist í kynferðishlutverki sínu rétt fyrir, eða strax eftir fæðingu og þá eftir því hvort testo- steron er til staðar eða ekki. Þessi sérhæfing ræður því, hvort myndun gonadotropinanna verður hring- ur, eins og hjá konum, eða ekki hringur, eins og hjá körlum. Hið sjálfvirka stýrikerfi (feed-back- mekanism) hypothalamus-heiladingull-kynkirtlar er til staðar við fæðingu. Mögulegt er að kynhormónar 12 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.