Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 26
þjóðfélagsfræðingarnir og samt tala þeir nú næst-
um því kínversku. Og allir voru mjög ánægðir.
En dag einn varð Jóhannes veikur og gat ekki lif-
að. Nú lá hann í súrefnistjaldinu sínu og Dauðinn
sat á brjósti hans. Dauðinn hafði dregið doktors-
hringinn hans á fingur sér og sett stúdentastj örnuna
hans um hálsinn. Og á veggjunum allt í kring um
hann birtust andlit. „Manstu,“ hvísluðu þau.
„Manstu?“ Sum andlitin voru ljót og líktust helst
röngum sjúkdómsgreiningum, en önnur voru svo
dásamlega mild að það var engu líkara en þau hefðu
tekið Restenil. „Tölfræði, tölfræði,“ hrópaði Jó-
hannes, en enginn heyrði til hans, því allir voru
önnum kafnir við að vera önnum kafnir. „Tölfræði,
tölfræði, hin mikla stærðfræðilega tölfræði,“ hróp-
aði hann. En allt var kyrrt. Tölvan stóð kyrr, hjarta-
línuritið var kyrrt. Það eina sem hreyfðist var sökk-
ið, sem sökk og sökk, þar til það gat ekki sokkið
lengra og þá stóð það líka kyrrt. Og Dauðinn horfði
á Jóhannes tómum augnalóftum — aumingja litli Jó-
hannes. Þá hljómaði úti í skóginum hin fegursta
söngrödd, tær og hrein. Það var næturgalinn, litli
grái næturgalinn, sem hafði verið sendur í útlegð.
Og hann söng svo vel um lífið og dásemdir þess, svo
vel að Dauðinn gleymdi Jóhannesi og fór að langa
heim í kyrrláta garðinn sinn og hann sveif burt.
„Þakkir, litli fugl,“ sagði Jóhannes. „Þú skalt fá
doktorshringinn minn, persónufrádráttinn minn og
dráttarvextina mína og tölvuna ætla ég að mölva í
þúsund mola.“ „Gerðu það ekki,“ sagði næturgal-
inn. „Hún gerir það sem hún getur. En mundu eitt
og þá mun þér ætíð farnast vel. Mundu að lilusta á
þá sem eiga hágt og þá sem eru einmana, þá verður
þú sannur læknir.“ Og næturgalinn söng aftur, já,
hann söng þjóðfélagsfræðilega trillu um Faust og
Marx og um hinn græna gróður lífsins og um rauðu
kenninguna. Og hinn góði Jóhannes sofnaði svo
vært.
Morguninn eftir fór hann á fætur, því nú var
honum batnað. Og hann tók í höndina á fallegustu
stúlkunni, og fór svo inn til gamla yfirlæknisins.
„Hér,“ sagði hann, „hér er litla vandamálið með
haus og hala. Þú getur fengið það aftur, því nú ætla
ég að fara út í heiminn og hjálpa þeim sem eiga
bágt.“ Og gamli yfirlæknirinn varð svo hrærður, að
hann fægði nefið og þerraði gleraugun. Og svo lagði
hann hödina á brjóstið vinstra megin, þar sem hjart-
að er — því hjartað er nefnilega líka vinstra megm i
yfirlæknum - og svo sagði hann: „Hérna er gamla
stetóskópið mitt, það máttu eiga. Farðu og notaðu
það, því það heyrir tóna, sem hræra hjörtu mann-
anna.“ Og síðan leiddi Jóhannes fallegu stúlkuna -
hún var reyndar prinsessa — út í hinn víða heim.
Og allir í þorpinu héldu veislu. Bakarinn bakaði
snúða og úr gosbrunninum kom eintómt rauðvín.
Drottningin ók um í nýja sjúkrabílnum og hermenn-
irinir veifuðu byssunum eins og þeim væri borgað
fyrir það, og það var þeim jú líka.
En tölvan var niðri í kjallara og suðaði . . . en
hún skildi heldur ekki tóna hjartans.
Úr Medicinsk Forum.
Þýðing: Hallgrímur Magnússon
BiSstojan.
22
læknaneminn