Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 28

Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 28
og „numerus clausus“ vofir yfir, getur varla talist sanngjörn endurskoðun á lágmarkskröfum. II. Tahnörkun. 16. september hófst kennsla á 2. ári. Ekki er alveg Ijóst hversu margir hafa náð lág- markseinkunn á 1. árs prófum en ef til vill er talan á bilinu 70—80. Það sem kannski er verra, er að enn hefur ekkert verið um það ákveðið, hvort settar verði reglur um takmörkun á fyrsta ári, sem nái til þessa hóps. Haldinn var fundur með 2. árs nemuin fyrsta kennsludag til að kynna gang málsins fram að þeim tíma og kynnast skoðunum þeirra á málinu. Þar sem mér er ekki grunlaust um, að ýmsum hafi þótt þeir stjórnarmenn F.L., sem þarna mættu and- snúnir hagsmunum hópsins og lítt til baráttu fallnir, þykir mér rétt að reifa nokkra punkta, sem ég tel eiga rétt á sér í þessu flókna máli. 1. Sá árgangur, sem nú sest á 2. ár á sérstöðu. Þótt ég sé sjálfur þeirrar skoðunar, að núverandi kannslukerfi ráði ekki við 75 manna árganga, hefur þannig verið að þessurn málum öllum staðið s. 1. ár, að ekki er réttlætanlegt að tilkynna takmörk eftir að hópurinn er byrjaður á 2. ári. Það verður þá bara að reyna á kennslugetu. Slíkt gæti hugsanlega þýtt, að einhverjir tefðust síðarmeir. Er slíkt í raun ekki ólogiskt, ef hafðar eru í huga yfirlýsingar þess efnis, að á ákveðnu stigi sé ekki unnt að veita nema x fullnœgjandi kennslu. Ef ætla má að hugtök eins og fullnægjandi kennsla og lágmarksprófkröfur tengist hvort öðru, mætti ímynda sér að aðeins sá fjöldi, sem fengi fullnægjandi kennslu stæðist lágmarks- kröfur og hinir féllu þá sennilega. Er þetta svona ein- falt eða hvað? 2. Síðan vaknar spurningin, hverjum heldur mað- ur að maður sé að gera greiða með því að pressa t. d. 75 manna hóp í gegn? a) Það er logiskt, að allir þeir, sem standast ákv. lágmarkskröfur hljóti þau réttindi, sem slíkt hefur upp á að bj óða. Það er rétt að reglugerð læknadeild- ar hefur varnagla, sem heimilar henni að ganga framhjá þessu prinsippi. Það er líka rétt að lengi hafa verið til slík próf sbr. landspróf. En í þessu til- felli réttlætir ekki ein vitleysan aðra. Niðurstaðan er hins vegar sú að ef lágmarkseinkunnir eru ekki sama og lágmarkskröfur, þá hafa lágmarkseinkunnir engan tilgang og ber að fella niður. b) Þetta voru prinsipp. En hvar eru hagsmunir? Eru það hagsmunir 75 manna hóps, að berja hann í gegn? Ef það eitt að komast áfram eru hagsmunir, þá verður svarið já. Svarið verður hins vegar öðru vísi, ef það teljast hagsmunir að læra sem mest, sjá sem flest og gera sjálfur sem mest. Nú eru að byrja rúmlega 50 nem. á 3. ári á sjúkrahúsum Rvíkur. Það kemur greinilega í ljós að þeir telja þröngt um sig og vildu gjarnan vera færri. Ef tekið er mið af þessu, væri það að gera 50 manns hreinan óleik og 25 manns vafasaman greiða að berjast fyrir áfram- haldi 75 manna árgangs. Það skín út úr þessu, að ég tel sjúkrahúsin takmarkandi faktor og ég miða við núverandi skipulag, og satt best að segja, sé ég ekki fram á neina stórkostlega breytingu á aðstæðum á Rvíkursvæðinu á þeim 2 árum, sem til stefnu eru. LTm nýtingu sjúkrahúsa úli á landi skv. nýju reglu- gerðinni vísast í umræður um þau mál, sem enn eiga vægast sagt langt í land. c) Fjöldi læknanema, sem á eflir koma, ætti ekki að skipta eldri árganga svo miklu máli að það ráði þeirra afstöðu. Hins vegar má deila um, hvort það sé þeirra hlutverk að hafa vit fyrir þeim yngri, eða benda á atriði, sem þeim kunna að koma illa. d) Fjöldi læknanema skiptir einnig hinn almenna praktíkus litlu máli, enda berj ast þeir ekki fyrir tak- mörkunum í læknadeild. Það að læknar ætli sér að halda meðlimafjölda stéttarinnar niðri til að halda kaupinu uppi, eru rök, sem réttast væri að geyma þar til öll önnur eru þrotin. e) Og svo er það spurningin um blessað þjóðfé- lagið. Gerðar hafa verið áætlanir um læknaþörf og þótt slíkar tölur hafi ekki verið birtar er ljóst, að 75 er þar töluvert of há. Það er sjálfsagt að krefjast þess að þjóðfélagið geri sem allra mest fyrir mann en heldur er ekki ósanngjarnt, að þjóðfélagið ráð- stafi eignum sínum nokkuð að eigin vild, og verji fé til þeirra mála frekar, sem meir eru aðkallandi en offramleiðsla á læknum. En hvar er þá hin gamla góða stefna F.L., barátta gegn takmörkunum og allt það. Mig minnir að for- verar mínir hafi orðað þetta eitthvað á þá leið, að þurfi að takmarka, ber að gera það á faglegu mati. 24 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.