Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Side 40

Læknaneminn - 01.11.1974, Side 40
Brdðar útbrotasóttir d Islandi aðrar en bóla 3ón Steffensen, lœknir í þennan flokk koma aðallega fjórir sjúkdómar til álita hér á landi, mislingar, skarlatssótt, rauðir hundar og hlaupabóla. Tveir síðast töldlu sjúkdóm- arnir eru svo meinlausir, að sjaldnast verða menn teljandi frá verki af þeirra völdum, og hending má heita, að þeir verði mönnum að fjörtjóni. Þess er því naumast að vænta að slíkra sjúkdómsfaraldra sé getið í annálum fyrir 1800. Oðru máli gegnir um mislinga og skarlatssótt, sem geta valdið þungum faröldrum með umtalsverðu mannfalli. Arabíski læknirinn Rhazes (860-932) ritar fyrst- ur manna það glögga lýsingu á bólu og mislingum, að unnt sé að greina milli þessara sjúkdóma, en raunar álítur hann muninn byggjast meir á eðlis- mun sjúklinganna en á mismunandi sjúkdómsvaldi. Að áliti Rhazesar er því nánast um mismunandi form sama sjúkdóms að ræða. Þetta spyrðuband bólu og mislinga gengur aftur hjá síðari arabískum læknum, svo sem Avicenna (um 980-1037) og kemst úr ritum þeirra yfir í rit Norðurálfulækna, þar á nieðal ensku læknanna Gilbertus Anglicus (á lííi um 1250) í Compendium medicinae og John’s of Gad- desden (1280-1361) í Rosa Anglica (2, I, 446-50). [ hi:ini fyrstu prentuðu dánarmeinaskrá presta fyrir London, 1629, er bólusótt sér í flokki (14, 99), en það er svo annað mál hversu örugg sjúkdómsgrein- ing hafi verið þá, því það er nokkuð útbreidd skoð- un meðal þeirra sem fást við sögu læknisfræðinnar að örugglega sé ekki greint á milli bólu, mislinga og skarlatssóttar fyrr en 1676 í riti Sydenhams, Ob- servationes medicae. Það mun þó hæpið að ganga út frá því sem almennri reglu. Svíar hefja 1749, fyrstir þjóða, árlega skráningu dánarmeina, sem tekur til alls ríkisins (7, 98). Á dánarmeinaeyðublöðunum sem prestum er gert að útfylla eru, bóla og mislingar sér í flokki og er vandséð, hvað því hefur ráðið, nema þá að þar gæti áhrifa Rhazesar um skyldleika sjúkdómanna. Senni- lega hafa bæði bóla og mislingar verið árleg dánar- orsök í Svíþjóð þegar skráningin hófst þar, að minnsta kosti reyndist svo eftir að sjúkdómarnir fengu hvor sinn dálk í dánarmeinaeyðublaðinu 1774 (5, II, 290-295). Ennfremur voru saman í dálki út- brotataugaveiki og smitandi sjúkdómar („fláckfeber och smittosam sjúka“), en enginn dálkur fyrir skar- latssótt. Það má vera að það komi til af því hvað su sótt var þá sjaldséð í Svíþjóð. Þannig segir Rosén von Rosenstein 1764, að síðustu 38 árin hafi skar- latssótt gengið aðeins tvisvar í Svíþjóð, í Uppsölum 1741 og í Stokkhólmi 1763 (15, 314). Hér á landi er prestum gert að skrá dánarmein 1784, en ekki er vitað til að þeir hafi fengið neina dánarmeinaskrá til að styðjast við í því starfi, en til að auðvelda þeim greiningu dánarmeina hvetur Hannes biskup Finnsson Svein Pálsson lækni til þess að rita „Tilraun að upptelja sjúkdóma þá er að bana verða, og orðið geta, fólki á Islandi,“ eins og.Sveinh gerir grein fyrir í inngangi þeirrar greinar (11)- Það auðveldar lil muna greiningu útbrotasótta annálanna að bólusótt virðist einungis notað um variola og ekkert annað heiti haft um hana. AS þeirri niðurstöðu hef ég komist í riti um bólusóttir hér á landi, sem mun birtast á öðrum stað. En áður en sérheiti bráðra útbrotasótta annarra en bólu fóru að tíðkast í íslensku, notuðu annálahöfundar um þær fyrst í stað krefðu og heiti dregin af henni, og er svo til 1644 að mislingasótt er notuð um þa krefðusótt sem þá gekk. Eftir það hverfur heitið ur annálum og er helst að sjá að, flekkusótt sem fyrst er getið 1669,leysi það af hólmi. Að minnsta kosti virð- ast bæði heitin upphaflega tákna það sama, útbrot almennt, en ekki vera sérheiti á ákveðnum sjúkdómi- Fyrir krefðu er gerð nánari grein í áður umgetnu riti um bólu, en hér verða fyrst athugaðar skoðanir hinna fyrstu íslensku lækna á flekku-, mislinga- og 30 læknaneminn

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.