Læknaneminn - 01.11.1974, Page 41
skarlatssótt áður en leitast verður við að greina
sundur hinar ýmsu útbrotasóttir annálanna.
Sveinn Pálsson segir í Registri yfir íslensk sjúk-
dómanöfn: „Flekkusótt (febris petechialis, miliaris,
purpuralis) veit ég ei til að einsömul nokkurntíma
I gengið hafi á Islandi, en samferða landfarsóttum og
bólusótt fer trauðla hjá að hún ei birst hafi þar sem
annarstaðar“. (10, IX, 210-211). Sama álit kemur
fram hjá Jóni Thorstensen, þegar hann segir: „Mesl-
ingar sem eru ein tegund af flekkusótt (svo köllum
við íslendingar allar þær sóttir á hvörjum rauðir
flekkir jafnaðarlega koma út, bæði skarlatssótt,
meslinga og fleiri sem eru þó sérskildar tegund-
ir) . . .“ (21, 1).
I eiginhandriti Bjarna Pálssonar (Lbs. 233, 4to,
IV, bl. 70-71) skráðu í Kaupmannahöfn 12. júní og
sent Magnúsi amtmanni og Skúla fógeta 1758, að
því er segir í ævisögu Bjarna (12. 84), segir svo:
„Stutt og einfölld undervísan um Flecku Sóttena
1758 og hvað við hana hellst er aðgiætande og reyn-
ande. Þesse sótl tekur fólk í fyrstu á ýmsan hátt,
suma með miklu slene, höfuðþyngslum og dofen-
skap, enn flesta tekur hún með höfuð-verk og herða,
og hita í kroppenum, færest so verkurenn framm
fyrer biosteð, og helldst við í höfðenu biriar þá oft-
ast nær á þriðja degi, stundum ecke fyrr en á
fimmta að siást til fleckianna í andlitenu, sæker
menn um þennan tíma, og síðan framm efter þorste
mikell einkum er þá brióstenu hætt, sierdeiles hiá
þeim er brióstveiker eru; en þeir sem áður hafa
veikt höfuð eða eru miög óróleger í sinneslage fá
giarnan ofstæðu þungan höfuðverk, og falla í höfuð-
óra, fylgia því giarnan fríslingar1 sem bestanda í því
að fleckerner, sem að flecku sótten bestendur af vaxa
upp í smá toppa eða örður, líkt því sem skeður í
þurru bólu, - nema þessar örður eru graftrar- og
vessalausar eða litlar, og falla ecke í sár. Þegar út
er komed á andlitenu, fer smám saman að koma út
á brióstenu, höndunum, hryggnum, og síðast á fót-
um og lærum. Þetta plagar oftast að hafa fyrer sier
3 daga ef rétt vel geingur, 5 daga í meðallage, og 9
daga þá allt geingur hægt, so sem hiá þeim sem slím-
fullt blóð hafa og seinferðugar lífshræringar.
l Fríslingar mun þýðing Bjarna á frisel í dönsku og Frie-
sel í þýsku er merkir útbrot eða upphlaup, einkum kulda-
upplilaup, „gæsahúð" (6).
Sótt þesse er oft nockuð skiæð ómálga oft létt það-
an af þeim sem eru á vaxtar og þroska skeiðenu.
Mörgum þung þaðan af og einkum þeim öldruðu,
enn mest kemur það upp á complexíu manna, blóðs
og sinnes hræringar, samt útvortes adbúnað.“
Það er greinilegt, að með flekkusótt á Bjarni við
mislingasólt þá er gekk í Kaupmannahöfn 1758 og
sem meðal annarra tók vin hans Hannes Finnsson
síðar biskup (4, 29). Bjarni hefur sýnilega sent amt-
manni og landfógeta þessa „Stuttu undervísan .. .“
til Jjess að Jreir mættu vera betur undir Jmð búnir að
glíma við veikina ef ske kynni að hún bærist til Is-
lands með vorskipunum. Jón Sveinsson landlæknir
er sömu skoðunar og fyrirrennari hans í embættinu
að flekkusótt sé febris morbillosa (19, 50), og báð-
ar merkingarnar eru í orðabók Björns Halldórsson-
ar, flekkusótt = febris morbille og morbus lentigin-
osus sem merkir útbrotaveiki almennt.
Um mislinga segir Sveinn Pálsson: „Mislingasótt,
mislingar (febris morbillosa) er útsláttar sótt svip-
h'k bólu fyrst í stað, en grefur Jró ei sem hún, -
nafnið er tekið frá dönum, og sjúkdómur sá er yfrið
rar á íslandi“ (10, X, 17). Og á skarlatssótt gefur
hann þessa lýsingu: „Skarlatssótt (febris scarlatina)
er ein landfarsótt sem oftast byrjar með kverka-
kreistu, síðan koma rauðir flekkir útum líkamann,
gengið hefir hún á íslandi árin 1787 og 88 að vitni
Landph. Hra. Jóns Sveinssonar, og þekktu hana fáir
utan hann“. (10, X, 36). En í ferðabókinni hefur
Sveinn Pálsson þetta að segja um skarlatssóttina
sem gekk 1797 á Suður- og Austurlandi: „Veikin
fór að stinga sér niður í júlímánuði, rétt eftir komu
Vestmannaeyjaskipsins, og er það í almæli að einn
af hásetunum hafi borið hana með sér frá Kaup-
mannahöfn. Fyrst kom hún upp i Landeyjum, en
íluttist þaðan með ferðamönnum af Austurlandi
undir Eyjafjöllin og í Vestur-Skaftafellssýslu. Var
veikin mjög væg, meðan heitt var í veðri, stakk sér
niður ,en gat varla talist farsótt. Hún lagðist einkum
á börn á 2—10 ára aldri og banaði þeim, fór fram
hjá mörgum bæjum, eða kom jafnvel upp aftur einu
sinni eða tvisvar á sama bæ. En með haustinu, er
dumbungar og kuldar fóru að ganga, breiddist hún
eigi aðeins lengra upp um sveitir og vestur á bóginn,
heldur snerist hún og upp í hættulega bólgu- og í-
gerðarkvilla, er bættust ofan á beinverki, kvefpest
læknaneminn
31