Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 42

Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 42
og annaff haustfaraldur, svo að mörg efnileg ung- börn hrundu niður. I annálum okkar er veiki þessi ekki nefnd á nafn, en það má óhætt fullyrða af því, hve hægfara hún er, að hennar hefur orðið hér áð- ur vart undir nöfnunum mislingar, flekkusótt o. s. frv., uns landlæknirinn kallaði hana réttu nafni árið 1787, er hún gekk í Gullbringusýslu.“ - „A sumum sjúklingum varð engra skarlatssóttareinkenna vart, en um þessar sömu mundir fengu þeir, — einkum hörn -, þrálátan niðurgang, stundum uppköst öðrum þræði, máttleysi og lystarleysi, sem batnaði samt smám saman af sjálfu sér. Sumir fengu þá útbrot, aðrir smákýli hingað og þangað og enn aðrir re- forma, sem ekki eru batnaðir. Sumir fengu engin slík eftirköst. Sumir voru þeir, einkum fullorðnir, er sló niður hvað eftir annað. Lýsti það sér einkum með hálsbólgu, höfuðverk og þess háttar ...“ - „Sumir, einkum miðaldra menn, urðu svo alteknir í skrokknum og hálsinum að þeir máttu ekki mæla, en um þær mundir, er úthrotin hefðu átt að koma í ljós, hurfu öll veikindi allt í einu, svo að þeir gátu gengið til vinnu á 4. eða 5. degi. Aðrir voru þeir, einkum börn frá 10 til 20 ára aldurs, sem fengu öll stig veik- innar með reglubundnum hætti, að líkast var því, að hún fylgdi nákvæmri forskrift. En venjulegast var afarmikill skinnflagningur samfara, svo að öll húðin - jafnvel í iljum og lófum - datt af . .— „Mjög margir, einkum gamalt fólk, tóku veikina alls ekki“. (9, 718-719). Það er efalaust af þessari lýsingu að skarlatssótt var ein þeirra sótta sem gengu hér 1797, og verður nánar vikið að þeim faraldri síðar, en vafasamara er hvað segja eigi um sóttina 1787—88. Tveir annálar geta faraldursins 1787 þannig: „Á þessu og eftir- fylgjandi ári gekk skarlatssótt, hverja almenningur ei þekkti, heldur ætlaði mislinga.“ (Esp. V).1 „Flekkusótt gekk og sunnanlands, sem hr. landphysi- cus kallaði skarlagensfeber“ (Y, III). — Orðalag á frásögn beggja annála er þannig að ætla verður að heimild þeirra sé sjúkdómanafnaregistur Sveins Pálssonar (10), þannig að hvorugur þeirra hefur sjálfstætt heimildargildi um þetta efni. En ég tel að í handritinu Lbs. 233, 4to, bls. 72-74, „Um sótt (flekkusótt?), sem gekk á Suðurnesjum (1797- l Skammstöfun annála er hin sama og ég notaði í Hung- ursóttir (18, 63-66). 78?)“ sé staðfesting á frásögn Sveins Pálssonar. Handritið er án fyrirsagnar og undirskriftar, ritað með óþekktri hendi og hefst svo: „Skilde sá sjúk- domur, sem þegar öndverðlega í Augusto sidstl. upp- kom i Reikiaviik, og síðan hér og hvar á Seltiarnar og Álptanesinu hefur stunged sér nidur, helst á Börn- um og ungu fólke vilia verða almennur og dreifa sér víðar út, er efterfylgiande athugaverdt um hans kennemerke, og tilhlíðilega læknisaðgjörð. Sjúkdómurenn byriar med eimslum og bólgu i kverkunum, so siuklingur kann varla, og ecke neið- arlaust renna niður, á 1., 2., 3. eða 4. dege kemur útsláttur af rauðleitum blettum, sem breiðer sig út, stundum yfir allt, stundum á einum að öðrum lík- amans pörtum, þannig: að hörundið sínest raudt, líkt biteð være af flóm, eða fleingt með brennenetlu; þessu hvorutveggia meðfylger sótt í öllum líkaman- um með seiðings hita, þorsta, höfuðverk og þyngsl- um í því sama. Hér að auke kunna á stundum önnur og óviðkom- andi tilfelle, að slá sér til sosem: velgia og uppköst í fyrstu niðurgangssótt, blóðgangur, item höfuðórar. Sóttenn kann vara til 7., 8. eða 9. dags, hvar a efter hörunded skilur sig frá skinnenu; og annað- hvort fyrr eða síðar dettur af sem hreistur. Siúkdómur þesse kann eins og aðrer fleire hafa a stundum slæmar efterleifar, helst hia þeim, er of snemma voga sier utí kulda, eður og forsiá sig í öðru lifnaðar hæfe, og er optast biúgur í öllum kroppn- um, fyrst þrutnar andlit, síðan fætur, kviður, og all- ur líkaminn, verde uppþemban mikel fyrer kviðnum, enn þvag lited og rauðleitt, og andardráttur stuttur og örðugur er siuklingi stór hætta búenn, stundum bólgna eyrnakirtlarnir enn eiðast opt af siálfu sier, so skialan (!) koma til að grafa. Sá tíme á hvorium þetta ber til er óviss, sem opt- ast er það þó og aldrej seinna enn á 14. dege efter það sótten batnade.“ Þetta er ágæt lýsing á skarlatssótt og upphafið ber með sér að hún er rituð af landlækni og hugsuð sem leiðbeining fyrir almenning er landlæknir hefur ætl- að að dreifa meðal hans ef sóttin tæki að magnast. Það hefur hún sýnilega ekki gert og leiðbeiningun- um þessvegna aldrei dreift út sem mun ástæðan til þess að þær eru án fyrirsagnar og undirskriftar. Að ekki sé átt við sóttina 1797-8 eins og útgefandi 32 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.