Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Side 47

Læknaneminn - 01.11.1974, Side 47
(viðauki Sk. 1641—45). Þá gekk mjög mikil sótt um landið. Varð víða mannskæð. Kom út með Dönskum á Eyrarbakka. Var með rauðum flekkj- um um allt holdið á fólkinu, hvarf svo aptur, móti því fólkinu létti. Lágu margir langa tíma. Sú sótt hefur aldrei fyr á Island komið (B). Kom út á Eyrarbakka sótt, er kallaðist mislingasótt eður krefðusótt, mæðusótt, svo margur maður dó. (Sjáv.). (1671): Mislingasótt (F. og V. og 1670 Kj.). Land- farsótt (V. II.). Gekk taksótt með höfuðverk og beinverkjum (E.). Á árunum 1669-1672 voru hér á ferðinni ýmsir sóttarfaraldrar, þar á meðal bólusótt og geri ég þessvegna nánari grein fyrir þeim í sambandi við hana. En engin nánari deili eru sögð á mislingunum og því með öllu óvíst að um morbilli hafi verið að ræða, allt bendir til að þar sé átt við kvilla keimlíka þeim sem Sveinn Pálsson lýsir hér á árunum 1791 og 1792, eða hin- um svonefnda Vesturlandssjúkdómi. 1694: Mislingasótt gekk allvíða um suðursveitir; lá hún hægt á hinum yngri, er hana fengu, en þá eldri þjáði hún; var þó eigi mannskæð. - Gekk mislingasóttin norður um sveitir allt fram á vet- ur. (V.). Mislingasótt, sú þriðja, sem komið hefur í þetta land, gekk á þessu sumri, hausti og öndverðum vetri; var ekki mannskæð, andaðist úr henni fátt fólk, nema fáein ungbörn, þó óvíða. (F.). Þetta sumar og haust gekk mislingasótt, sofnuðu fáir (I-L). Gekk mislingasóttin (Holts.). (Dó) Solveig Jónsdóttir á Hóli í Bolungavík, kvinna Sæmundar Magnússonar, og annað margt almúgafólk, sunnan, norðan, austan og vestan- lands, í þeirri mislingasótt, sem um landið þetta ár gekk, með höfuðverk og beinverkjum. (E.). 1695: Um þennan tíma gekk landfarsótt og mislinga- sótt um Island, hvar í margt almúgafólk andaðist, þessi sótt gekk og um vorið (og) um sumarið um alþingistíma, svo margir alþingisreiðarmenn lögð- ust á þinginu ... (E.). Þá gekk hér í landi mislita eða mislingasótt (G.). Gekk mislingasótt í Múla- sýslu. (Þm.). Eyrarannáll er eina heimildin sem telur mislinga- sóttina einnig hafa gengið 1695, en það mun á mis- skilningi byggt. Það er aðeins landfarsóttin sem gengur það ár, að vitni Fitja- og fleiri annála. Mislingasóttin virðist koma upp um sumarið 1694 á Suðurlandi og á skömmum tíma dreifast um allt land, og vera að mestu um garð gengin á því sama ári. Hér er sýnilega um bráðsmitandi sótt að ræða, sem styður það að nafngift annálanna sé rétt. En hún virðist hafa verið væg þó rétt sé að hafa í huga að mannskæður á þeim tímum er aðallega miðað við fullorðna. eins og fram kemur í ummælum F.. „ekki mannskæð, andaðist úr henni fátt fólk, nema fáein ungbörn.“ Ungbörnin tekur varla að nefna. 1747: Mikil sótt var allan þennan vetur og vorið líka . . . Þessi sótt var almennt haldin flekkusótt eður mislitasótt; hana fengu flestallir menn, ung- ir sem gamlir, og allmargt fékk hana tvisvar í svo máta, að því slengdi niður, þá á fætur var komið. Gekk yfir almenn landfarsótt. Töldust 200 manns hafa dáið úr henni í Rangárþingi (I.á.). Vegna þess að í Grímsstaðaannál er sóttin 1694 kölluð „mislita- eða mislingasótt“ þá er hugsanlegt að höfundur annálsins telji sóttina 1747 samkyns sótt, þó hann raunar kalli nú „flekkusótt eður mis- litasótt“. Það er ekki líklegt að mislingasótt sem á þessum tímum er innflutt hefji göngu sína að vetr- arlagi, en það er hugsanlegt að sóttin sem Gr. segir frá 1746 og gekk það sumar og haust og veturinn fram yfir jól hafi verið sama sóttin eins og Sigur- jón Jónsson (8,56-57) gerir og raunar einnig sótt er Gr. getur um 1748. í engum öðrum annál en Gr. er á þessum 3 árum getið um flekku- eða mislingasótt (01f.,Hösk. og I.á.) og ég tel mjög ósennilegt að jafn bráðsmitandi sjúkdómur og mislingar og sem að- eins smitar mann frá manni geti myndað umtals- verða faraldra 3 ár í röð. I Gr. er sagt að 1747 hafi vetur verið mjög harður og afkbma manna bág, einkum á Suðurnesjum og á Akranesi dóu 4 eða fleiri í ófeiti og ég hef talið þetta ár til sennilegra hungurfellisára (18). Það er þessvegna álit mitt að sama eigi við um mislitusóttina 1747 og þá sem Gr. skýrir frá 1669 með mjög líku orðalagi að um húð- blæðingu (petechiae) af völdum skyrbjúgs ásamt kveffaraldri með lungnabólgu „almenn landfarsótt“ (I.á.) hafi verið að ræða. Það kom fram hér að framan að Sveinn Pálsson áleit að afbrigðileg mislingasótt hefði gengið hér á LÆICNANEMINN 35

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.