Læknaneminn - 01.11.1974, Page 49
Landlæknir hefur sýnilega ekki haft trú á að unnt
væri að hefta útbreiðslu sóttarinnar úr því sem kom-
ið var, og reynst sannspár um að hún myndi breiða
sig út, því í heilbrigðisskýrslum segir svo um far-
aldurinn :
„Paa Island herskede Meslingerne fra April, over-
förte ved Skibe fra Danmark, og udbredte i kort
Tid overalt ved Fisketöjernes Landsættelse af Folk
paa forskjellige Steder og ved Fiskernes Hjemdrag-
else. Alt i Juni vare de fra Havnefjord udbredte
over det Meste af Spnder-Amtet, og, da de ei havde
været i Landet idetminste i 100 Aar, vare alle Unge
og Gamle modtagelige for dem og fik dem; da des-
uden mange Angrebne vare npdte til at fortsætte
deres Dont, forplantedes Sygdommen end mere der-
ved. Thorstensen selv fik den. Sidst i Juli vare de
forsvundne i de nærmeste Sogne af Reikjavig. De
vare i det Hele ikke ondartede; Bprn havde dem især
lette. - I Rejkavig-Sogn var Mortaliteten af en Folke-
mængde paa 1500 kun 37 ialt, hvoraf de fleste vare
aldrende og gamle Folk og nogle Drankere, men i
Garde- og Bessastads Sogne, hvori Havnefjord ligger,
var Dpdeligheden 70 af 1250 Mennesker.“ (3, 1847,
7-8).
Við manntalið 2. nóv. 1845 voru í Reykjavík og
Reykj avíkursókn 1363 menn svo 37 dánir svarar til
að 2,7% íbúanna hafi látist úr mislingum. í Garða-
og Bessastaðasóknum voru 1314 íbúar 1845 svo þar
hafa 5,3% þeirra látist. I Vestmannaeyjum létust 36
af 394 mislingasjúklingum (3, 1847, 47) eða 9,1%
þeirra. Árið 1845 voru íbúar Vestmannaeyja 396
svo láta mun nærri að hver eyjarskeggi hafi tekið
veikina. Ársritið Gestur Vestfirðingur segir svo frá
gangi mislingasóttarinnar:
„Á Vestfirði kom hún með skólapiltum í júní-
mán., og var svo skæð, að hún hlífði eingum manni,
lagðist fólk svo gjörsamlega, að margir voru þeir
bæir, þar er hvorki varð gegnt heyvinnu né öðrum
atvinnuvegum í tvær eða þrjár vikur, og sumstaðar
kvað svo mikið að sóttveiki manna, að um tíma varð
hvorki búsmali hirtur né sjúkum aðhjúkrað. Mann-
dauði varð misjafn í sveitum, dóu 5 eða 6 af 100 í
sumum þeirra, en mjög fáir í nokkrum. Sýki þessi
hafði í för með sér margháttaðar meinsemdir, augn-
veiki, svo margir urðu þvínær blindir um tíma,
hlustarverk, hálsbólgu, ógurlegan höfuðverk, brjóst-
þyngsli, blinda, gyllinæð, o. s. frv. Ofan á allt þetta
bættist síðan óviðráðanleg niðurgangssótt, með
uppþembingi, höfuðverkjum og uppsölu, hefur hún
orðið lángtum fleirum að bana en Dílasóttin sjálf;
gamalmenni, en þó einkum úngbörn, hafa hrunið
niður.“ (I. b., hls. 7.)
Schleisner hefur meðal annars þetta að segja um
gang veikinnar:
„Til Nordlandet kom Epidemien först i Juni og
vedblev at udbrede sig der ind i December. Til Vest-
erlandet kom den först i Juli. Det synes forresten,
som om Epidemien var bleven tilfört Landet paa 2
Puncter, nemlig foruden til Havnefjord, ligeledes til
Skagestrand sidst i Mai i det samme Aar. Som oven-
for bemærkt blev næsten hele Befolkningen angre-
ben.“ (16, 51.).
Síðan gerir Schleisner samanburð á fjölda dáinna
1846 við þau ár sem engar teljandi farsóttir gengu,
og reiknar út hve margir fleiri dóu mislingaárið.
Hann fann að mest varð aukningin á dánartölunni
1846 í aldursflokkunum 0-3 ára og eldri en fimm-
tugir (16, 52) en alls varð aukningin 2026 menn
(16, 75) sem svarar til 3,5% af íbúatölunni. Hvort
þetta sé talið manntjónið úr mislingum eins og
Schleisner gerir og síðan Guðmundur Hannesson (3,
1911-1920, XXVI) eða ekki fer eftir því hvernig
litið er á niðurgangssóttina, en um það atriði segir
hann:
„Mange bleve forresten bortrykkede af mesling-
ernes Fölgesygdom, en haardnakket Diarrh0e, der
ogsaa her ligesom paa Færöerne var meget hyppig.
De islandske Læger vare noget uenige om denne
Diarr'noes Oprindelse, idet En af dem bestemt paa-
staaer, at ikkun de, som havde overstaaet Mesling-
erne, bleve angrebne af den, hvorimod et par andre
Læger ville have bemærket, at den lige saa vel angreb
de Danske, som ikke havde havt Meslingerne, samt at
den hos Nogle först viste sig en heel Maaned efter
at Meslingerna vare forsvundne. Det er forresten
rimeligt, efter Analogien med den færöiske Epidemie
at dömme, at denne Diarrh(íe virkelig har været en
Fölgesygdom efter Meslingerne, fremkaldt ved For-
kölelse og den totale Mangel paa alt Regimen under
Afskallingsstadiet.“ (16, 52-53).
Það er enginn vafi á því að bæði á íslandi og í
Færeyjum gekk niðurgangssóttin sem sjálfstæður
LÆKNANEMINN
37