Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 50

Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 50
sjúkdómur sem menn gátu tekið án þess að hafa fengið mislingana. (3, 1847). Báðir sjúkdómar hafa því verið samtímis á ferðinni og þeir eiga það sam- merkt að vera einkum hættulegir ungum börnum og gamalmennum og viðvíkj andi niðurgangssóttinni vil ég um það atriði vísa til 5. kafla í hungursóttunum (18, 16). Auðvitað draga mislingar úr mótstöðu- afli sjúklinga gegn ýmsum öðrum sóttum, en ég tel ekki rétt að líta á niðurgangssótt sem hefst viku eða lengur eftir að mislingasóttin var bölnum sem aftur- kast (recidiv) hennar, og að telja að sjúklingur hafi látist úr mislingum ef hann deyr úr niðurgangssótt- inni, þó segja mætti að mislingarnir ættu þátt í því að sjúklingur lést. Að mínum dómi er það því of hátt áætlað að 2026 hafi látist úr mislingum, og ef dæma á út frá ummæl- um Gests Vestfirðings gæti það skakkað helming eða meira. Aftur berast mislingar til landsins 1868 en nú er ákveðið að gera tilraun til að hefta útbreiðslu þeirra og í þeim tilgangi ritar Þórður Tómasson læknir 29. desember 1868 „Nokkur orð um mislinga“ og Hav- stein amtmaður gefur út „Erindisbréf fyrir heil- birgðisnefndirnar í Norður- og Austuramtinu á- hrærandi mislingasýkina“, hvorutveggja prentað á Akureyri 1869. í erindisbréfinu er heilbrigðisnefnd- inni gert að ganga úr skugga um það hvort um misl- inga sé að ræða, og sé svo þá meðal annars að ein- angra heimilið frá öðrum ósjúkum. En rit Þórðar hefst svo: „Eins og kunnugt er orðið, hefir mislingasýkin í haust borizt hjer að landi með frakkneskri fiski- duggu. Með sjómönnum af duggu þessari fluttist sóttin að einum bæ á Langanesi, og þaðan hefir hún nú síðan borizt bæði austur og vestur á bóginn, svo að síðast þegar frjettist, var hún komin austur í Vopnafjörð og vestur í Kelduhverfi. Með því að sótt þessi er mjög næm, og því hæg- lega getur borizt um allt land, ef ekki er með öllu móti reynt til að stemma stigu fyrir henni, ]rá verður hjer að undirlagi amtmannsins í Norður- og Austur- amtinu, almenningi til leiðbeiningar tekið fram hið helzta, sem aðgæzluvert er við sótt þessa og með- ferð hennar.“ I heilbrigðisskýrslum segir svo um árið 1869: „I Nord- og Ostamtet herskede en Mæslingeepide- mie, der i Efteraaret 1868 var bragt til Langenes ved et fransk Fiskerskib; trods Forsög paa at standse Epidemien ved Afspærring gik den videre i Sommer- ens Löb gjennem den östlige Deel af dette Amt, navnlig Mule Sysselerne og naaede henimod. Efter- aaret Sydamtets östlige Grændser. I Nord- og Ost- amter ophörte den omtrent i August, Bronchitis og Diarrhe optraadte her jævnligt som farlige Fölge- sygdomme, især hos smaa Börn; Distriktlægen i dette Amts östlige Distrikt har efter Præsternes Meddelelser samlet henimod 100 Dödsfald af Mæsl- inger, næsten alle ved Brysttilfælde.“ (3, 1870, 399). Og um árið 1870 segja heilbrigðisskýrslur: „Mæslinger forekom som Epidemie, navnlig i Begyndelsen af Aaret, i Island östlige Del, i Mule og Skaftefells Sysseler, men vare, i al P'ald paa sidste Sted, milde.“ (3, 1871, 584). Um gang sóttarinnar frá Lar.ganesi segir Þorvald- ur Thoroddsen: „. . . breiddist þaðan út um Norður- Þingeyjarsýslu og Múlasýslur og var að stinga sjer niður hjer og hvar árið 1869, alt fram í janúar 1870, komust mislingarnir alt suður á Síðu og á nokkra bæi í Eyjafirði; sóttin var væg, en þó dóu af henni allmörg börn“ (20, 285). Þessi mislingafaraldur hefur verið um 17 mán- uði að fara yfir tæpan fjórðung landsins hvað íbúa- fjölda snertir, þar sem faraldurinn 1846 fór á um 9 mánuðum um allt landið. Það er erfitt að bera saman þyngd þessara tveggja faraldra miðað við dánartölu þeirra er veiktust. En að dæma af því að 100 létust úr mislingum í austurhéraði Norður- amtsins (þ. e. Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu) og að ætla má að þeir hafi nær einvörðungu verið ur Þingeyjarsýslu (íbúar 5965 árið 1869) og að tæpur helmingur íbúanna hafi verið innan 22 ára og næm- ir fyrir mislingum, þá sést að dánartalan er um 3,3% af þeim er ætla má að hafi veikst af misling- um. I heilbrigðisskýrslum segir svo um mislingafar- aldurinn 1882: „Islands 4. store Mæslingeepidemie . . . begyndte i Reykjavík den 23. Maj, indfört fra Kjöbenhavn med Postdamskibet, og bredte sig hurtig dels ved Postdampskibets Passagerer, dels ved Rejsende til Lands over hele Oen, kulminerede i Juni og Juli og 38 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.