Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 50

Læknaneminn - 01.11.1974, Qupperneq 50
sjúkdómur sem menn gátu tekið án þess að hafa fengið mislingana. (3, 1847). Báðir sjúkdómar hafa því verið samtímis á ferðinni og þeir eiga það sam- merkt að vera einkum hættulegir ungum börnum og gamalmennum og viðvíkj andi niðurgangssóttinni vil ég um það atriði vísa til 5. kafla í hungursóttunum (18, 16). Auðvitað draga mislingar úr mótstöðu- afli sjúklinga gegn ýmsum öðrum sóttum, en ég tel ekki rétt að líta á niðurgangssótt sem hefst viku eða lengur eftir að mislingasóttin var bölnum sem aftur- kast (recidiv) hennar, og að telja að sjúklingur hafi látist úr mislingum ef hann deyr úr niðurgangssótt- inni, þó segja mætti að mislingarnir ættu þátt í því að sjúklingur lést. Að mínum dómi er það því of hátt áætlað að 2026 hafi látist úr mislingum, og ef dæma á út frá ummæl- um Gests Vestfirðings gæti það skakkað helming eða meira. Aftur berast mislingar til landsins 1868 en nú er ákveðið að gera tilraun til að hefta útbreiðslu þeirra og í þeim tilgangi ritar Þórður Tómasson læknir 29. desember 1868 „Nokkur orð um mislinga“ og Hav- stein amtmaður gefur út „Erindisbréf fyrir heil- birgðisnefndirnar í Norður- og Austuramtinu á- hrærandi mislingasýkina“, hvorutveggja prentað á Akureyri 1869. í erindisbréfinu er heilbrigðisnefnd- inni gert að ganga úr skugga um það hvort um misl- inga sé að ræða, og sé svo þá meðal annars að ein- angra heimilið frá öðrum ósjúkum. En rit Þórðar hefst svo: „Eins og kunnugt er orðið, hefir mislingasýkin í haust borizt hjer að landi með frakkneskri fiski- duggu. Með sjómönnum af duggu þessari fluttist sóttin að einum bæ á Langanesi, og þaðan hefir hún nú síðan borizt bæði austur og vestur á bóginn, svo að síðast þegar frjettist, var hún komin austur í Vopnafjörð og vestur í Kelduhverfi. Með því að sótt þessi er mjög næm, og því hæg- lega getur borizt um allt land, ef ekki er með öllu móti reynt til að stemma stigu fyrir henni, ]rá verður hjer að undirlagi amtmannsins í Norður- og Austur- amtinu, almenningi til leiðbeiningar tekið fram hið helzta, sem aðgæzluvert er við sótt þessa og með- ferð hennar.“ I heilbrigðisskýrslum segir svo um árið 1869: „I Nord- og Ostamtet herskede en Mæslingeepide- mie, der i Efteraaret 1868 var bragt til Langenes ved et fransk Fiskerskib; trods Forsög paa at standse Epidemien ved Afspærring gik den videre i Sommer- ens Löb gjennem den östlige Deel af dette Amt, navnlig Mule Sysselerne og naaede henimod. Efter- aaret Sydamtets östlige Grændser. I Nord- og Ost- amter ophörte den omtrent i August, Bronchitis og Diarrhe optraadte her jævnligt som farlige Fölge- sygdomme, især hos smaa Börn; Distriktlægen i dette Amts östlige Distrikt har efter Præsternes Meddelelser samlet henimod 100 Dödsfald af Mæsl- inger, næsten alle ved Brysttilfælde.“ (3, 1870, 399). Og um árið 1870 segja heilbrigðisskýrslur: „Mæslinger forekom som Epidemie, navnlig i Begyndelsen af Aaret, i Island östlige Del, i Mule og Skaftefells Sysseler, men vare, i al P'ald paa sidste Sted, milde.“ (3, 1871, 584). Um gang sóttarinnar frá Lar.ganesi segir Þorvald- ur Thoroddsen: „. . . breiddist þaðan út um Norður- Þingeyjarsýslu og Múlasýslur og var að stinga sjer niður hjer og hvar árið 1869, alt fram í janúar 1870, komust mislingarnir alt suður á Síðu og á nokkra bæi í Eyjafirði; sóttin var væg, en þó dóu af henni allmörg börn“ (20, 285). Þessi mislingafaraldur hefur verið um 17 mán- uði að fara yfir tæpan fjórðung landsins hvað íbúa- fjölda snertir, þar sem faraldurinn 1846 fór á um 9 mánuðum um allt landið. Það er erfitt að bera saman þyngd þessara tveggja faraldra miðað við dánartölu þeirra er veiktust. En að dæma af því að 100 létust úr mislingum í austurhéraði Norður- amtsins (þ. e. Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu) og að ætla má að þeir hafi nær einvörðungu verið ur Þingeyjarsýslu (íbúar 5965 árið 1869) og að tæpur helmingur íbúanna hafi verið innan 22 ára og næm- ir fyrir mislingum, þá sést að dánartalan er um 3,3% af þeim er ætla má að hafi veikst af misling- um. I heilbrigðisskýrslum segir svo um mislingafar- aldurinn 1882: „Islands 4. store Mæslingeepidemie . . . begyndte i Reykjavík den 23. Maj, indfört fra Kjöbenhavn med Postdamskibet, og bredte sig hurtig dels ved Postdampskibets Passagerer, dels ved Rejsende til Lands over hele Oen, kulminerede i Juni og Juli og 38 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.