Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 52

Læknaneminn - 01.11.1974, Síða 52
og í Vestmannaeyjum dóu 11 af þeim 360 er veik- ina tóku eða 3% (3, 1881-1890, 22). Alls var mann- dauðinn 3259 menn eSa um 1700 umfram það er á þeim árum voru talin meðalár þá engar meiri háttar farsóttir gengu, og hefuS umframdauSinn verið skráður á reikning mislinganna (3, 1911—1920 XXVI og 3, 1881-1890, 17). Þetta mun þó ófáætlað því það er enginn vafi á því aS árið 1882 hefði ekki komið út með meSalmanndauða þó engum misling- um hefSi veriS til að dreifa. Veturinn 1881-1882 er frostaveturinn, þá lagðist hafís að í janúar og var fram á vor. Víða urðu kýr geldar vegna kuldanna og 18 000 lömb er talið að hafi króknað í vorkuldun- um og heyföng urðu mjög lítil (20). Læknar telja heilsufarið árið 1881 yfirleilt sæmilegt til gott, en þrátt fyrir það er manndauði mikill, eða 1832 menn. Árið 1882 lagðist hafís upp að NorSur- og Austur- landi í síðustu viku aprílmánaðar og var viðloða fram í september. Nú er talið að lambamissirinn hafi orðið 65 000 og öllum búpeningi fækkaði stór- lega á þessu ári, bæði vegna horfellis og niðurskurð- ar. Það hefði eflaust orðið mikið mannfall úr hungri þetta ár ef ekki hefðu komið til matgjafir erlendis frá. Sem dæmi um vaneldið er að læknirinn í Barða- strandarsýslu (5. læknishéraði) sá 85 skyrbjúgs- sjúklinga og taldi orsökina vera mj ólkurleysi. ÞaS fór að bera á skyrbjúgnum í apríl. Árið 1883 er tíðarfar hagstætt og læknar telja heilsufar yfirleitt gott, en manndauðinn á árinu, sem er 2133 menn, hefur aðra sögu að segja. Landlæknir á bágt meS að koma þessu saman, en mun fara nærri um hið sanna þar sem hann segir: „Þegar þess er gætt, að allt heimilisfólkið á fjölda bæja lá veikt og gat ekki stundað bjargræðisvegi sína, er augljóst, að eymd ogvolæðifátækrarþjóðarhefur aukist mjög um veturinn, og börn og gamalmenni, sem gædd eru minnstum viðnámsþrótti, hafa ekki þolað neyðina og látið lífið. Auk þess hefur mislingafaraldurinn árið áður dregið úr viðnámsþrótti gegn öðrum sjúk- dómum, enda var mjög algengt, að sjúklingar, sem áður höfðu verið traustir, teldu veikindi sín hafa byrjað upp úr mislingunum. Einnig fór skyrbjúgur í vöxt eftir veikina.“ (3, 1881-1890, 31). Það mun sönnu nær að áætla manndauða 1882 af öðrum orsökum en mislingum sem svarar meðaltali manndauðans 1881 og 1883, og hefðu þá um 1300 dáið úr mislingum, eSa um 1,9% íbúanna, og um 3% af fólki á mislingaaldri. 1895: Tvö börn sem komu með skipi frá Kaup- mannahöfn veiktust af mislingum á Norðfirði. Ströng einangrun var viðhöfð og veiktust ekki aðrir. 1896: „Mislingar komu á Seyðisfjörð og fluttust þangaS með Færeyingum í maímánuði; veiktust 25; tókst að verja litbreiðslu veikinnar með því að hinir veiku voru hafðir í ströngu sóttvarnarhaldi; veikin var talin væg; enginn dó úr henni.“ (3, 1896, 3)- Til Færeyja hafði veikin borist í lok marsmánaðar með hjaltneskri fiskiduggu. 1903: Mislingar „bárust til Onundarfjarðar með norsku hvalveiðiskipi. Komu þeir aðeins á 1 heim- ili, Sólbakka, en bárust ekki þaðan, og aðeins 3 voru skráðir.“ (3, 1901-1904, 63). 1904: I apríl 1904 berast mislingar frá Noregi til hvalveiðistöðva á Yestfjörðum (Hesteyri og Lang- eyri) og frá annari þeirra (Langeyri) berst hún um VestfirSi. Hún er við líði frá maí og fram í nóvem- ber. I júní er hún í Isafjarðarkaupstað og giskar héraðslæknir á að 1500 hafi veikst þar og af þeirn dóu 23 eða 1,5%. Alls eru á skrá 793 mislingasjúk- lingar í 7 héruðum en um tölu látinna úr mislinguni er ekki getið. Auk þess eru svo á skránni 8 færey- ingar á Siglufirði og 1 norðmaður á Seyðisfirði sem voru einangraðir og tókst að koma í veg fyrir frek- ari útbreiðslu veikinnar (3, 1901-1904, 87). 1905: Bárust mislingar tvívegis til Reykjavíkur úr erlendum skipum, í fyrra skiptið var hún ekki rakin til ákveðins skips, en í síðara skiptið með skipi frá Kaupmannahöfn. I bæði skiptin tókst að hefta út- breiðslu sóttarinnar. Ennfremur lá færeyskt fiskiskip meS mislingasjúka á VopnafjarSarhöfn og á Reyð- arfirði eru skráðir 6 mislingasjúklingar, en ekki greint frekar frá uppruna veikinnar. 1906: Mislingar bárust til Akureyrar frá Færeyj- um í júlí. Tveir veiktust en komið var í veg fyrir frekari útbreiðslu. Einnig bárust mislingar frá Fær- eyjum til Seyðisfjarðar, 5 veiktust, en tókst að hefta frekari útbreiðslu þeirra. 1907-1908: Þessi mislingasótt barst til Reykja- víkur á skipi frá Kaupmannahöfn og fór um allt land á rúmu ári. Fyrsti sjúklingurinn er skráður í maí 1907 og 6 þeir síðustu í ágúst 1908, en alls eru skráðir 7397 mislingasjúklingar. Guðmundur 40 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.