Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 55
Ijjörnsson landlæknir áætlar að 354 menn hafi látist
úr mislingum (3, 1907 og 1908, 2). Það eru 0,43%
íbúanna og 4,8% af þeim sem skráðir eru með misl-
inga. Það er sjálfsagt of há tala því eflaust eru ekki
allir mislingasjúklingar tíundaðir, en það er einnig
allt of lágt að telja dána úr mislingum 0,83% af
fólki á mislingaaldri, eins og Guðmundur Hannesson
gerir (3,1911-1920,XXVI),því þá reiknarhannmeð
fólki yngra en 25 ára. En um mikinn hluta Vest-
fjarða fóru misfingar 1904 eða 3 árum fyrir 1907.
1909: Mislingar bárust til Mjóafjarðar 1909 frá
Kaupmannahöfn, vissi læknir ekki um þá fyrr en
um seinan. Komst veikin á 12 bæi og sýktust 27 (3,
1909 og 1910, 7).
1912: Mislingar fluttust 1912 frá Höfn til Mýrdals
og smituðust 3 bæir, en tókst að varna frekari út-
hreiðslu. (3, 1911-1920, XXIII).
1913: Þeir fluttust 1913 frá Danmörku til Reykja-
víkur, á 3 heimili þar, en með sóttvarnaraðgerðum
var veikinni útrýmt (3, 1911-1920, XXIII).
1916-1917: Sóttin fluttist í apríl 1916 til Reykja-
víkur frá Noregi. Hafði einn farþegi verið lasinn er
kom til Reykjavíkur, og talið var af kvefi, - „en eng-
in útbrot haft“, annar smitaðist af honum og lagðist
á Isafirði. Liðu svo 5 dagar áður en vitnaðist um
sóttina og komu varnir ekki að haldi. Veikin fór
um allt landið á liðlegu ári, síðustu sjúklingar voru
skráðir í maí 1917. AIls voru skráðir 4936 með
mislinga og talið að þeir hefðu orðið 118 mönnum
að bana, eða 2,4% hinna skráðu. Af 1780 sjúkling-
um í Reykjavík dóu 23 eða 1,2% (3, 1911—1920,
XXIII-XXVI).
1924—’26: Þessi mislingafaraldur barst til Reykja-
víkur frá Bergen og fór smám saman um allt land.
Fyrstu sjúklingarnir á skrá eru í júlí 1924 og þeir
síðustu í ágúst 1926. Hafði þá faraldurinn staðið í
26 mánuði og alls verið skráðir 6130 sjúklingar og
34 dánir úr mislingum eða 0,55% (3, 1921-1925
og 1926).
1928—1929: Veikin hófst nú í ágúst 1928 á Siglu-
firði, en síðustu mislingasj úklingarnir eru skráðir
í desember 1929. Faraldurinn gekk aðallega á Norð-
urlandi og í Reykjavík. Alls voru skráðir 5319 með
mislinga og 15 dánir úr þeim, eða 0,28%. Árið 1930
er 1 talinn dáinn úr mislingum, en enginn mislinga-
sjúkur er á skrá það árið.
1931-1932: Mislingafaraldur hefst á Akureyri í
nóvember 1931, en engin deili sögð á uppruna hans;
hann berst til Sauðárkróks og Höfðahverfishéraðs
og lýkur í mars 1932, eftir 5 mánuði. 163 veiktust og
enginn þeirra dó.
1936-1937: Mislingar bárust í febrúar með tog-
ara frá Englandi til Bíldudals og þaðan til Reykja-
víkur með manni er slapp undan sóttkvínni vestra.
Með vorinu bárust þeir frá Reykjavík út um aflt
land. Faraldrinum lýkur í mars 1937, höfðu þá 8408
veikst og 60 látist eða 0,71% skráðra sjúklinga.
1^43-1944: Mislingar komu upp í Reykjavík um
miðjan febrúar 1943, en ekki tókst að upplýsa hvað-
an þeir komu. Með vorinu bárust þeir út um allt
land og lauk í maímánuði 1944. Alls voru skráðir
7156 sjúklingar og 18 mannslát úr misfingum eða
0,25% skráðra.
1946-1948: í ársskýrslu fyrir Reykjavík 1946
segir: „Eins og drepið var á í ársskýrslunni fyrir ár-
ið 1945, bárust mislingar inn í héraðið frá Dan-
mörku í júlímánuði. Tókst að stöðva útbreiðslu
þeirra þegar í stað. En mislingarnir bárust til ann-
ara landshluta, einkum miðvesturlands. Á þessu ári
bárust þeir aftur inn í héraðið, sennilega frá Vest-
urlandi. Var það fyrra hfuta ársins.“ (3, 1946, 30).
Árið 1945 eru aðeins skráðir 3 mislingasjúklingar í
Reykjavík, en ekki annars staðar, svo ætla má að í
sumum héruðum hafi þeir ekki komist á skrá. Árið
1946 eru mánuðina apríl og maí taldir 5 mislinga-
sjúklingar í Reykjavík og aðrir 5 í nóvember, en í
desember 13 sjúklingar í 4 héruðum, og er þá hafinn
faraldur, sem fer um allt land og eru síðustu sjúkling-
ar á skrá í ágúst 1948 eða eftir 22 mánuði. Á þessu
tímabili eru skráðir 4791 mislingasjúklingur og lét-
ust 6 þeirra eða 0,13%.
Árið 1949 eru tveir mislingasjúklingar skráðir í
Keflavík, en ekki vitað hvar veikin var tekin. í fe-
brúarmánuði 1950 befst mislingafaraldur í Reykja-
vík sem heldur ekki er vitað um uppruna á og upp
frá því eru mislingar árlega á skrá, þó stunduð líði
nokkrir mánuðir sem engir eru á skrá. Það má því
heita að upp úr síðari heimsstyrjöld verði mislingar
landlægir hér og mun þéttbýlið á suðvesturhorni
landsins vera aðalviðhaldsstaður sóttarinnar.
(Framhald í nœsta blaði).
læknaneminn
41