Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 6
Spjall A undanförnum árum hefur athygli manna beinst í vaxandi mœli að málefnum aldraðra. Nú. orðið eru flestir sammála um, að lœknisfrœði aldraðra eigi rétt á sér sem sérgrein. Vandamálin eru oft frá- brugðin vandamálum hinna yngri, oft er um lang- varandi sjúkdóma að rœða og félagslegar aðstœður hafa mikil áhrif á gang mála. Oft birtist sami sjúk- dómurinn á annan hátt í öldruðum en í hinum yngri. Yngri sjúklingar hafa venjulega aðeins einn sjúk- dóm, sem heyrir undir ákveðna sérgrein. Aldraður sjúklingur hefur hins vegar oft marga sjúkdóma, sem grípa hver inn í annan og iðulega falla þessir sjúk- dómar utan við þann ramma, sem venjuleg sjúkra- hús setja sér. Viðbrögð aldraðra við lyfjum eru önn- ur en viðbrögð yngra jólks. Til að fá hugmynd um hvers konar sjúkdómar hrjá aldraða var gerð könnun á 1200 sjúklingum á öldrunardeild á St. Mary Hospital í Kent í Eng- landi.1 644 liöfðu sjúkdóma frá taugakerfi, (þar af 340 cerebrovascular accident), 530 í lijarta- og œða- kerji, 273 í öndunarfœrum og 219 í stoðkerfi. Aðrir sjúkdómahópar töldu minna en 200 sjúklinga hver. Þetta segir þó ekki alla söguna, því sjúklingar með geðsjúkdóma voru ekki lagðir inn á þetta sjúkrahús af þeim ástœðum eingöngu. Hlutfall fólks yfir 65 ára eykst stöðugt, og skv. norskri spá2 heldur hlutfallið áfram að aukast fram til ársins 1990 og hlutfall þeirra, sem eru 80 ára og eldri eykst fram til 2000. Því má búast við, að sú kynslóð, sem nú er við nám í lœknisfrœði, eigi eftir að fást við vandamál aldraðra í meira mœli en nú er, ef reiknað er með svipaðri þróun hér á landi. Það er því kominn tími til að huga að því hvaða undirbúning skuli veita verðandi lœknum og öðrum starfskröftum heilbrigðiskerfisins á þessu sviði. Nauðsynlegt er að liefjast strax handa. Sú menntun, sem er veitt lœknanemum nú, kemur ekki að notum í þjóðfélaginu fyrr en eftir 5-10 ár. I námi lœknanema í öldrunarlœkningum þyrfti að leggja áherslu á eftirfarandi þœtti: 1) Líffrœðilegar breytingar líkamans með aldrinum, 2) sjúkdóma- frœði aldraðra, 3) félagslegar aðstœður og umhverfi aldraðra. Sjálfsagt vœri að gefa lœknanemum kost á að kynnast starfsemi á öldrunardeild. Fleiri þurfa frœðslu á þessu sviði en lœknanemar, t. d. hjúkrun- arfrœðingar. Hingað til hefur engin kennsla farið fram í öldr- unarlœkningum við lœknadeild H. 1. Ekki er greinin heldur viðurkennd sem sérgrein hér á landi. Ur þessu tvennu þarf að bœta sem fyrst, því vöntun er á hœfum starfskrafti til að fást við vandamál aldraðra. Hér gefur að líta síðasta tölublað núverandi rit- stjórnar. Utgáfan hefur gengið sœmilega þrátt jyrir allt það þref og þras, sem slíku starfi fylgir. Fjár- skortur hefur þó verulega heft framkvœmdir. Eg vil nota tœkifœrið og þakka ritstjórn ágœtt samstarf og þeim, sem skrifuðu í blaðið, fórnfúst starf. Ritstjóri. 1) The Pracitioner. Sept. 1974. Vol. 231 (345-353). 2) Geriontologiens stilling i Norge. Norges Almenvitenskape- lig Forskningsrád 1973, bls. 4. 4 LÆKNANEMINJV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.