Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 45

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 45
vaxnar, að þær verða hvorki sannaðar eða afsann- aðar með tölulegum rökum. Að mínu mati beitir Ivan Illich rökum sínum af krafti og sannfæringu, sem á þátt í að gera þau á- hrifamikil. Ennfremur standa þessi rök hans óhrakin af þeim skrifum, sem ég þekki um svipað efni studd af mörgum slíkum ritum. Bluymyntlir og henninyur Ivun Bllich uin nemesis otf sumunhurður vi& önnur rit svipuðs eðlis Rit um svipaða hluti og hugmyndir, sem höfund- ur ræðir í bók sinni, má finna á öllum menningar- tímum mannkynsins. Má nefna spádóma eða viðvör- unarskrif um eyðingu mannkynsins af völdum mann- anna sjálfra eða fyrir tilverknað æðri vera, þ. e. „nemesis“. Söguleg og skemmtileg dæmi eru t. d. Völuspá og Heimsósómi hér á Islandi, og utan úr heimi ýmis rit grískra fornspekinga, og trúarbragðarit. Nærtækustu dæmin lil samanburðar, eru þó rit ýmissa náttúrufræðinga, heimspekinga, og félags- fræðinga, sem birst hafa á undanförnum árum. Þar er komist að svipaðri niðurstöðu um áhrif hins tækni- og iðnvædda þjóðfélags á manninn sjálfan og umhverfi hans, þ. e. skepnan hafi snúist gegn skap- ara sínum og maðurinn sé kominn í vítahring, sem valdi tortímingu hans. Innlegg höfundar í þessar umræður er mjög merkilegt og frumlegt að því leyti, að hann tekur til meðferðar læknisfræðina, sem hingað til hefur ver- ið notuð sem röksemd fyrir ágæti tækni- og vísinda- þróunar. Höfundi tekst að mörgu leyti að sýna fram á, að þessi geysimikli þáttur í mannlífinu og þjóðfélaginu, sem krefst sífellt stærri hluta vinnuafls og þjóðar- útgjalda sé mönnum ekki algjörlega til góðs, heldur að verulegu leyti til ills. Að mínu viti ber höfundur fram gild rök fyrir því, sem mestu varðar í hugmyndum hans, og bók hans hlýtur því að teljast merkilegt vopn í hendur þeirra sem berjast fyrir því, að spyrnt sé við fótum í tækni- og vísindaþróun og reynt að stöðva djöfladansinn. Að þessu leyti tel ég Ivan Illich tvímælalaust í hópi þeirra manna, er á undanförnum árum hafa 'reynt að vekja athygli almennings á þeirri hættu, sem þegar er skollin yfir og framundan er, af völdum tækniþróunar og iðnaðar. Með því að vekja athygli almennings á þessum málum er hugmyndin sú að knýja fram pólitískar breytingar þar sem grundvall- arendurskoðun og breytingar verði gerðar á ríkj- andi þjóðskipulagi í átt til einföldunar og e. t. v. frumstæðari lifnaðarhátta, lífsskoðana og verðmæla- mats. Hvaða hóp manna ég er hér að tala um, er erfitt a5 skilgreina á fullnægjandi hátt, vegna þess að hann tekur til manna, sem nálgast vandamálin á ger- ólíkan hátt og oft með mismunandi forsendum eða pólitískum skoðunum. Nefna mætti t. d. Herbert Marcuse (þjóðfélagsfræði), Sartré, Bertrand Russel (heimspeki), Eysenck, Maxwell Jones (sálfræði), sem skrifað hafa um þetta efni út frá sjónarmiðum náttúrufræði, líffræði, læknisfræði o. s. frv. Enn má neína rithöfunda, sem nálgast hafa vandamálin með stílbrögðum (S. Maugham, Guðbergur Bergsson). Blver eru svo áhrif þessuru rita otf hutfmtfndu? Eg tel áhrifa þeirra gæta nokkuð og a. m. k. er verulegur almennur áhugi á þeim, sem t. d. lýsa sér sem almenn náttúruverndarsjónarmið. Hins vegar renna yfirleitt tvær grímur á menn ef um það er að tefla að ræna þá ,,lífsþægindum“ eða þjóðfélagsleg- um staðli. Þessi hræðsla manna og hik, sem stafa af fyrrgreindum auðskýranlegum ástæðum, hafa virkað sem hemill á framkvæmd þessara hugmynda. Einnig tel ég það galla, að þessar hugmyndir ganga ekki í fastmótaðan farveg og hafa ekki ákveðinn pólitísk- an eða hugmyndafræðilegan ramma. Þetta veldur því, að mönnum leyfist að vera stundum með og stundum ekki og stundum jafnvel á móti. Þetta eru atriði, sem draga að sjálfsögðu úr baráttuhæfni slíkra samtaka og hópa, og er líkleg skýring á til- tölulegu áhrifaleysi þeirra. Hvaða lærdóm eða niðurstöður má svo draga af þessari bók? Hún fjallar um aðkallandi vandamál samtímans með frumlegum og skýrum hætti og er líkleg til að draga athygli lærðra og leikra að þessu vandamáli, en það má teljast nokkurs um vert. I júní 1976. Gutím. Benediklsson. 35 læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.