Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 43
Heimspekileg forspjallsvísindi Eins og flestum mun kunnugt hafa umtalsverðar deilur risið á meðal læknanema og milli þeirra og háskólayfirvaldsins um það, hvort ,,fílan“ sé góð eða ekki, — hvort veita eigi henni að vitum læknanema líkt og gert er með aðra stúdenta eður ei. Hafa ýmsar skoðanir verið uppi þessu viðvíkjandi og má þar minna á „Spjall“ og „Hugleiðingar um fíluna“, sem birtust í 3. tbl. Læknanemans 1975. Sl. vor útskrifaðist fyrsti árgangurinn skv. nýju reglugerðinni, en það var einmitt með henni, að þessi misskilningur kom upp, að læknanemar yrðu ekki skyldaðir til að njóta ,,fílunnar“. Þegar ljóst varð á elleftu stundu, að þessi ungmennaskari stefndi hraðbyri að lokaprófi án „fílu“, var ákveðið að halda 10 daga námskeið, sem lyki með cand. phil. gráðu. Þetta námskeið var síðan haldið að loknu 6 ára námi til cand. med. fyrri hluta júnímánaðar. Sérhver dagur á námskeiðinu var vel nýttur. Fyr- irlestrar voru allan morguninn og eftir hádegi voru almennar umræður í 2-3 klst. I þessum umræðum voru tekin fyrir valin efni þannig, að fjölritaður var útdráttur úr ákv. ritum, og rætt út frá honum. Mæting á þessu námskeiði var góð, að sögn, og voru menn almennt ánægðir og töldu þetta skipulag þroskavænlegra en „tveggja daga próflestur og 7 í einkunn", en námskeiðinu lauk með því, að menn gerðu ritgerðir um ákveðin efni og fluttu þær fyrir hópinn og fengu gagnrýni og/eða lof fyrir. Hér fer á eftir ein þessara ritgerða, sem Guð- mundur Benediktsson hefur ritað. Má af henni ráða, að læknisfræðileg vandamál geta ekki síður verið heimspekilegs eðlis en lífefna- eða lífeðlisfræðilegs eðlis, - vandamál þar sem ólífrænum mælitækjum verður ekki við komið. Réttlæting eða fordæming líknardrápa og fóstureyðinga eru einnig dæmi um læknisfræðielg vandamál þar sem niðurstöður fást ekki með sýru- eða spennumælingum. Um þessi efni fjölluðu sumir m. a. í ritgerðum sínum. NOKKUR ORÐ UM BÓK Medical nemesis. Ivan lllich. 1975. I ritgerð þessari, er hlýtur að verða stuttaraleg vegna þess ramma, sem henni er fyrirfram ætlaður, ætla ég að reyna að fjalla að einhverju leyti um hugmyndir og kenningar Ivan Illich, eins og þær koma fram í bók hans, Medical nemesis. Mun ég fjalla lítið eitt um eftirfarandi atriði: 1. Efni bókarinnar og meginþætti gagnrýni hennar. 2. Rök höfundar fyrir gagnrýni hans og færð nokk- ur gagnrök. 3. Athugun á hugmyndum höfundar um „nemesis“ og samanburður við hugmyndir annarra, sem fjallað hafa um svipað efni. 4. Niðurstaða og áhrif slíkra hugmynda. Bóhin sjálf Höfuðmarkmið bókarinnar er gagnrýni á nútíma læknisfræði, lækningaaðferðir og hugmyndaheim lækna. Með rökleiðslu, sem aðallega er studd sögu- legum rökum, reynir höfundur að sýna fram á hrein og bein skaðleg áhrif nútíma læknisfræði á flesta þætti mannlegs lífs. Samkvæmt þessu skiptist bókin í eftirfarandi meg- inþætti: Klinisk iatrogenesis. Hér er litið beint til þess skaða og óþæginda, sem manneskjan sjálf (sjúkling- urinn) verður fyrir af hendi læknisins, lækningaað- ferðanna og þeim lyfjum sem læknirinn útdeilir. Til- færir höfundur nokkur atriði sem að þessum þáttum lúta, svo sem toxisk áhrif lyfja, óæskileg áhrif að- gerða o. s. frv. Megináherslan er þó lögð á þátt lækn- isins í því að svipta manninn náttúrlegum vörnum sínum gegn sjúkdómum og öðru ytra og innra áreiti. Afleiðingin verður sú, að maðurinn verður háður hinu svonefnda heilsugæslukerfi. læknaneminn 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.