Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 18
Af námsárangri lœknanema
Ólafur P. Jakobsson, lœknanemi og Hallgrímur Magnússon, lœknanemi
I læknadeild snýst líf nemenda um einkunnir. Á
hverju ári bætast nokkrar alvöruþrungnar tölur aftan
við nöfn þeirra í spjaldskránni; tölur, sem geta um-
turnað framtíðaráformunum; tölur, sem geta fyllt
þá vanmáttarkennd eða ofurdrambi.
Þegar þetta er ritað hafa fimm árgangar lokið 1.
árs prófum og þrír 3. árs prófum eftir nýju reglu-
gerðinni. Það væri því fróðlegt að taka saman ein-
kunnir þær, sem menn hafa hlotið á þessu tímabili,
ekki sízt í ljósi þeirrar umræðu um fjöldatakmörk-
un í deildinni á grundvelli námsárangurs, sem uppi
hefur verið um hríð. Þeir þættir, sem sérstaklega
var litið á voru þessir:
1) Stúdentsprófseinkunn læknanema var borin sam-
an við meðalstúdentsprófseinkunn menntaskól-
anna.
2) Fjöldi þeirra, sem falla á 1. ári, svo og fallhlut-
fall (%) var athugað frá ári lil árs.
3) Reiknað var út hvort um marktæka fylgni var að
ræða milli 1. árs prófa og stúdentsprófs annars
vegar og 1. árs prófa og 3. árs prófa hins vegar,
bæði í heild og m. t. t. þess úr hvaða mennta-
skóladeild stúdentarnir komu.
4) Athuguð dreifing einkunna á vorprófum 2. árs
1975.
5) Athugað samhengi milli einkunnargjafar í verk-
legu námi og falltölu á 2. árs prófum 1975 til að
sjá hvort einkunn í verklegu hafi eitthvert spá-
gildi fyrir árangur á skriflegu prófi í sömu grein,
sem venjulega er haldið nokkru eftir að einkunn-
ir fyrir verklegt nám eru birtar.
Aðfcrð
Við athugun þessa var öllum þeim, sem hafa er-
lent stúdentspróf sleppt úr, svo og þeim, sem ekkert
12
próf tóku á 1. ári. Allir, sem tóku eitt próf eða fleiri
á }dví námsári voru með í útreikningnum.
Ef nemandi hafði tekið bæði vor- og haustpróf í
sömu grein var haustprófið látið gilda án tillits til
hvor einkunnin reyndist hærri. Einkunnir þeirra,
sem sátu oftar en einu sinni yfir sama námsefninu
voru hafðar með öll árin. Á árunum 1970 og 1971
voru einkunnir gefnar á svokölluðum 16-skala, en
þeim var breytt yfir í 10-skala eftir töflu, sem til
þess hefur verið notuð af læknadeild. Ollum nemend-
um úr M.H. frá 1975 var sleppt vegna þess, að
stúdentsprófseinkunn þeirra var ekki á töluformi.
Reikningsaðferðin var í stuttu máli þannig, að
fyrst var reiknað út meðaltal einkunna hvers nem-
anda á 1. og 3. árs prófum. Síðan var stúdentum
skipt í þrjá hópa eftir því hvaðan þeir komu: l l
máladeild og Verslunarskóli Islands, 2) náttúru-
fræðideild, 3) stærðfræði- og eðlisfræðideiid, og
meðaleinkunn stúdetnsprófs, 1. og 3. árs prófa hvers
hóps reiknuð fyrir hvern árgang. Loks var með svo
kölluðu Chi-square test könnuð fylgni einkunna í
hverjum hóp fyrir hvern árgang eins og fyrr er lýst.
Aðferðin er sú, að reikna út gildi \/ (f-s2) fyrir
hvern nemanda (s = stúdentsprófseinkunn og f =
1. árs einkunn) og leggja síðan saman öll gildin í
hverjum hópi. Deila má um ágæti þessarar aðferðar
frá tölfræðilegu sjónarmiði, en sennilegt er að t. d.
„student’s test“ hefði gefið svipaða niðurstöðu.
Alls var farið höndum um einkunnir 504 stúdenta,
sem innritast hafa í deildina, 410 læknanema eftir 1.
árs próf og 140 læknanema eftir 3. árs próf.
Aliðurstöður
Línurit I sýnir meðalstúdentsprófseinkunn þeirra,
sem innrituðust í læknadeild árin 1970—1975. Þar
kemur í Ijós, að þeir, sem innritast í læknadeild
LÆKNANEMINN