Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 22
Samrœður um endurhœíingu Umrœðendur: Leifur Bárðarson spyr. Haukur Þórðarson, Kristján T. Ragnarsson og Páll B. Helgason svara. Leifur: Er þörf á endurhæfingu sem sérgrein? Haukur: Læknisfræðileg endurhæfing á sér for- tíð eins og aðrar sérgreinar. Þegar Læknafélag Is- lands hóf afskipti sín af sérfræðingsviðurkenning- um 1923, hét ein sérgrein nuddlækningar í nokkru samræmi við nafn hennar í öðrum löndum á þeim tíma. Yerkefni hennar var meðhöndlun kvilla í stoð- kerfinu. Síðar tók vettvangur sérgreinarinnar að breytast erlendis og breyttum vettvangi fylgdi breytl nafn. Svipuð breyting gerðist einnig smátt og smátt hér á landi, en nafn sérgreinarinnar hér breyttist ekki fyrr en með reglugerð um sérfræðingsleyfi, sem kom út árið 1961. Þar hét sérgreinin orkulækningar og heitir raunar ennþá. Hins vegar hefur verið lagt til að nafninu verði enn breytt eða réttara sagt lengt, verði orku- og endurhæfingarlækningar, sem er í góðu samræmi við nafn hennar í öðrum löndum og lýsir vel verkefnum og viðfangsefnum sérgreinar- innar í dag. Gildi hennar er síst minna en fyrir t. d. 53 árum. Hún stendur á gömlum merg en starfs- hættir og viðfangsefni hafa breyst. Einnig hafa margar starfsstéttir innan heilbrigðisþjónustunnar aðrar en læknar komið tii starfa í læknisfræðilegri endurhæfingu. Það er síður en svo að læknar komi þar einir við sögu. Nefna má sjúkraþjálfara, iðju- þjálfa, talkennara, hjúkrunarfræðinga, félagsráð- gjafa, sálfræðinga o. fl. Starfsgrundvöllur endur- hæfingar breikkar og eykst, þess vegna er vaxandi þörf á læknum, sem eru sérfræðingar í greininni. Kristján: Eg hef verið þeirrar skoðunar að endur- hæfing sé miklu frekar fílósófía en ákveðin sérgrein. Þetta má kannski segja um fleiri sérgreinar, en þessi fílósófía hefur átt einna best við orkulækningar. Það hefur verið sagt, að endurhæfing sé þriðji þátt- ur læknisfræðinnar. Fyrsti þátturinn eru fyrirhyggj- andi lækningar, annar sjúkdómsgreining og eigin- leg meðferð, þriðji er svo endurhæfing. Hefur endur- hæfing verið skilgreind sem meðferð, sem miðar að því að fatlaðir nái að lifa sjálfstæðu og sómasam- legu lífi, ekki aðeins líkamlega heldur einnig félags- lega og andlega. Nú á síðustu árum hefur þeirri skoðun öðlast vaxandi fylgi, að þeir eigi líka að njóta tómstunda. Það er enginn vafi, að á þessum þriðja þætti er þörf. Við fáumst aðallega við fólk, sem er bæklað í hreyfikerfi líkamans, en það er auð- vitað fjöldi af fólki bæklað í öðrum kerfum, í önd- unarfærum, hjarta- og æðakerfi og þvagfærum. Allt á það rétt á endurhæfingu. Sérfræðingar, sem annast meðferð þessa, hafa lítið kynnst endurhæfingarfíló- sófíunni í reynd. Þess vegna hafa sjúklingar þeirra oft orðið svolítið út undan varðandi endurhæfingu. Endurhæfing eins og velferðarþjóðfélagið krefst að hún sé er svo umfangsmikil, að það er eiginlega ekki á færi eins læknis að sjá um alla þætti hennar. Það þarf hóp af sérmenntuðu fólki, sem vinnur undir stjórn og leiðsögn læknisins að því marki að sjúk- lingurinn nái að lifa sjálfstæðu og sómasamlegu lífi í samræmi við líkamlega getu. Uaukur: I framhaldi af ummælum Kristjáns gæti risið önnur spurning, hvort læknar almennt, einnig sérfræðingar, eigi ekki að ástunda endurhæfingu í starfi sínu meir en nú tíðkast almennt. Vissulega eru margir þeirra svo uppteknir af verkefnum, sem til- heyra sérgreininni, að þeir hafa ekki tíma til að sinna verkefnum á borð við endurhæfingu. Ef hins vegar á að takast að uppfylla allar óskir og kröfur mismunandi hópa sjúklinga um endurhæfingu kann að orka tvímælis að fámenn stétt orku- og endurhæf- ingarlækna geti lokið því verkefni, að annast endur- hæfingu hinna margvíslegu sjúklingahópa. 1 þessu sambandi má benda á stóran hóp, sem sífellt er í þörf fyrir endurhæfingu, einkum félagslega, geð- sjúka. Sá akur er óplægður að mestu hér á landi. 16 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.