Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 36
Um 4. árið Litið yfir farinn veg '75 - '76 Kennslu Kennsla á 4. árinu hófst á Lsp. 15. september. Voru þá í hálfað mánuð kenndar 3 greinar: Svæf- ingafræði, eSlisfræði og röntgengreining. I svæf- ingafræði voru 10 tímar og kennari var Þórarinn 01- afsson. Voru tímarnir vel undirbúnir og menn al- mennt ánægðir með kennsluna. Eðlisfræðina kenndi Guðmundur S. Jónsson, sem er læknanemum vel kunnur af 1. ári. Var kennt um geislavarnir, eðlis- fræði röntgengeisla, meðferð röntgentækja o. fl. þess háttar. Ekki var stuðst við neina sérstalca kennslubók. Röntgengreiningu kenndi Kolbeinn Kristófersson prófessor. Stuðst var við bókina Fundamentals of Roentgenology eftir Lucy Frank Squire.Er það mjög vel valin bók, auðlesin og dregur vel fram aSalatriS- in í greiningunni. J þeim 20 tímum, sem haldnir voru, sannfærSust menn um þaS eitt aS ekki er hægt að kenna röntgengreiningu í fyrirlestrum. Þegar horft er á röntgenmyndir, er best að vera innan eins metra frá myndunum, en ekki í e. t. v. 10 m fjar- lægð, eins og hlýtur að verða í fyrirlestrum yfir 50 manna hópi. Ættu þessir fyrirlestrar því flestir, ef ekki allir, aS falla niSur og tíminn notast í eitlhvaS þarfara. T. d. væri hægt aS taka upp umræSuhópa meS u. þ. b. 5 stúdentum í einu í staðinn. Voru menn fram yfir hádegi hver á sínum spítala, en eftir hádegi hófust sameiginlegir tímar, sem flest- ir voru haldnir á Lsp., en einnig nokkrir á Bsp. og Landakoti. Var þarna um að ræða 2-3 fyrirlestra, oftast frá kl. 2 til 4 eða 5. Flæktust þessir tímar ó- neitanlega mjög fyrir, því aS starf á deildum stend- ur oft fram yfir hádegi. VerSa menn því oft að velja á milli fyrirlestra eða vinna á deildum. Er þetta fyr- irkomulag einkum slæmt fyrir stúdenla á slysadeikl, því að eftir hádegi fer þar fram eftirmeðferð brota, sem slæmt er að missa af. Einnig kemur þetta mjög niður á journala-töku, nema menn séu þeim mun ákafari að sitja fram eftir kvöldi við þess háttar skriftir. Er hér um að ræða brýnt vandamál, sem þarf aS leysa sem fyrst, þ. e. hvernig á aS aðskilja fyrirlestrana og kúrsana. 1 fyrirlestrum hefur verið fjallað um hina ýmsu sj úkdómaflokka: 1. Meltingarsjúkdómar (29. sept. til 31. okt.): Var hér um að ræSa u. þ. b. 50 tíma, bæði medi- cinska og kirurgiska. Umsjón höfðu þeir Tómas Arni Jónasson lektor og Hjalti Þórarinsson prófessor, en fjölmargir sérfræðingar frá sjúkrahúsunum þremur kenndu ásamt Tómasi og Hjalta. Tímar þessir voru jafnmisjafnir að gæðum og flytjendur þeirra marg- ir. I heild þótti skipulagning nokkuS góð, en hins vegar gæSi tímanna ekki eins og best væri á kosið. Sumir fyrirlestranna voru mjög góðir, en aðrir af- burða lélegir. Eitt var mjög áberandi í þessum fyrir- lestrum, en það var skörun milli skurð- og lyflæknis- fræði. Kom fyrir að tveir læknar töluðu um nær sama efni, hver á eftir öðrum. Er hér augljóslega um algera tímasóun að ræða. Ef komið væri í veg fyrir skörun og lélegir tímar felldir niður, væri hiklaust hægt að fækka þessum tímum úr 50 í 40, eða jafnvel 35. 2. Þvagfærasjúkdómar (3. nóv. til 18. nóv.): Voru þetta um 25 fyrirlestrar, sem skiptust milli urologi og nephrologi. Dr. Friðrik Einarsson kenndi urologiuna, en þeir Páll Ásmundsson og Þór ITall- dórsson nephrologiuna. Voru mjög skiptar skoðanir um gæði tímanna. 3. Lungnasjúkdómar (19. nóv. til 19. des.): Var hér um að ræða u. þ. b. 50 fyrirlestra. Þeir sem kenndu voru Hrafnkell Helgason, Tryggvi Ás- mundsson, Gottskálk Björnsson og Grétar Olafsson, sem kenndi kirugíska hlutann. Auk þess voru þau Kristín Jónsdóttir, Margrét Guðnadóttir og Arin- björn Kolbeinsson með nokkra tíma um sýklafræði. Að flestra dómi var þetta vel skipulagt námskeið og 26 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.