Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 40
Um 5. árið Að loknu námsári '75 - '76 Segja má að á engan sé hallað, þegar sagt er að 5. árið sé það ár, sem best hefur tekist til með í skipulagi og framkvæmd kennslu samkvæmt nýju reglugerðinni. Kúrsarnir eru vel afmarkaðir, og yfir- leitt er vel að þeim staðið. Kennsluárið 1974-1975 var sá háttur hafður, að próf voru haldin í lok hvers kúrsus, en kennsluárið 1975-1976 var próftími tvisvar á ári, í febrúar og maí og teljum við það aft- urför. Fjórar fyrstu vikur kennsluársins voru notaðar til fyrirlestrahalds. Voru þar tekin fyrir nokkur undir- stöðuatriði þeirra greina, sem kenndar eru á 5. ári. Þessir fyrirlestrar nýttust illa, og var mæting í þá léleg. Fjölmargir nemendur sáu sér leik á borði og unnu fram í miðjan október, og slepptu þessum fyr- irlestrum. Við teljum vænlegra að leggja þessa haustfyrirlestra niður, en lengja í þeirra stað hvern kúrsus um eina viku. Kúrsinn í taugasjúkdómum er veiki punkturinn í skipulagi 5. ársins. Aðrir kúrsar eru nú 6 vikur og er vart nóg. Neurologiu-kúrsinn er hins vegar aðeins 3 Fœðingarjrœ&i á 15. öld. Keisaraskurður var stórhœttulegt jyrirtœki og dánartala há. vikur og hefur skapast þar rýmilegur tími Lil lesturs eða vinnu. Athugandi er hvort ekki væri hægt að koma þessum kúrs in í kúrsinn í lyflæknisfræði, t. d. á 4. ári; og hann gæti þá fallið inn í kúrsakerfi svip- að því sem lýst var í Læknanemanum, 4. tbl. 1975, b!s. 27-35. Síðan væri hægt að þrískipta 5. árinu, kenna þar aðeins barnalæknisfræði, kvensjúkdóma- fræði og fæðingarhj álp og geðsjúkdómafræði og taka upp 10 vikna kúrsa í hverri grein. I vetur hafði lyfjafræðin ákaflega truflandi áhrif á framkvæmd kúrsanna, en sem kunnugt er hefur lyfjafræði miðtaugakerfisins verið kennd í janúar- febrúar á 5. ári. Þetta stendur þó til bóta þar sem búið er að fella þessa kennslu inn í 3. árið, og er það vel. Tau ifa sj ú kil ihn afrat ði 1 taugasjúkdómafræði fór kennslan þannig fram auk fyrirlestra að hausti, að þrem vikum var varið í kliniskt nám, en aðrar þrjár áttu menn frí til lesturs. Allar sex vikurnar voru fyrirlestrar, fimm í hverri viku. Fyrirlestrarnir tókust yfirleilt vel, en efnið var illa samræmt. Þannig kom það nokkrum sinnum fyrir, að tveir kennarar fóru báðir yfir sama náms- efnið. Auk þess er engin marklýsing til í greininni og því var erfitt að átta sig á, hvaða námsefni er ætlað til prófs. Klínisku tímarnir voru oftast í höndum kennara eingöngu. Sennilega væri heppilegra að fela nem- endum að sjá um þá tíma sjálfir og skýra frá sjúkra- sögu og skoðun, en kennari hafi hlutverk leiðbein- anda og stjórni umræðum. A Landspítalanum fór klíniska kennslan ágætlega fram, en betur mætti nýta sjúklingafjölda deildar- innar, en nú er gert. Á taugaskurðdeild Borgarspítalans voru nemend- 30 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.