Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 25

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 25
orð Hauks. Mig langar samt að varpa þessari spurn- mgu til baka til spyrjanda, þar sem hann hefur nokkra reynslu af starfi bæði á almennum deildum og endurhæfingardeild, þar sem rekin er svolítið önnur pólitík. Spurningin hvort endurhæfing eigi að vera á sjúkrahúsum eingöngu eða inni á öðrum stofnunum er spurning um pólitík og hugsanagang. Eg held, að oft sé það sjúklingnum til bóta að geta dvalist á endurhæfingardeild á sjúkrahúsi, a. m. k. í byrjun endurhæfingarþáttarins, en unnt sé að fram- lengja endurhæfinguna á annarri stofnun. Til þess að endurhæfingardeild á almennu sjúkrahúsi geti starfað eðlilega verður umsetning að vera tiltölu- lega hröð. Hvað finnst þér um þetta Leifur? Leijur: Eitt sem sker í augu, hvað varðar mismun á starfi á endurhæfingardeild og t. d. almennri lyfja- deild eru helftarlamaðir sjúklingar. A endurhæfing- ardeild er stefnt markvisst að því að gera þá færa til ákveðinna athafna, en á lyflæknisdeildum er við- horfið gjarnan að þeir fari sem fyrst annað til að losa rúm. I beinu framhaldi af því langar mig að spyrja hvort endurhæfingarrúm séu nógu mörg hér á landi. Haukur: Ut frá þessari spurningu má benda á að mikið er rætt hvort sjúkrarúm í landinu séu nógu mörg og hvort dreifing þeirra á milli sérgreina sé rétt. Það er sýnt að hér á Islandi eru allmörg rúm ætluð endurhæfingarlækningum. Hins vegar eru þau hvergi nærri öll nýtt til virkrar endurhæfingar. Það er alkunna að á sérgreinadeildum verða rúm „föst“, ekki tekst að útskrifa sjúklinga þegar ýmist tilgangi með komu hans er náð eða ljóst er að honum verður ekki náð. Endurhæfingardeildir og endurhæfingar- stofnanir eru í sérstaklega mikilli hættu í þessum efnum, sem er skiljanlegt með hliðsjón af sjúklinga- hópnum, sem þangað velst. Þetta hefur einmitt gerst hér á landi, að mörg rúm á endurhæfingardeildum og endurhæfingarstofnunum hafa orðið „föst“. Það hefur orðið að nýta þau að allmiklu leyti til hjúkr- unar og umönnunar langdvalarsjúklinga. Svarið við spurningunni er einfaldlega á þann veg að vistrými á heilbrigðisstofnunum hér á landi í dag fyrir end- urhæfingarlækningar er talsvert og raunar nægjan- legt, ef það nýttist á virkan hátt fyrir endurhæfing- arsjúklinga. Páll: Enginn vafi er að það eru lil nægjanlega mörg rúm í landinu fyrir endurhæfingu. Eg vil leggja áherslu á, að ég er afskaplega hlynntur ,,centraliseringu“. Ég álít að spítalarnir eigi að hafa aðstöðu lil þess að endurhæfa, þ. e. liafi endur- hæfingardeildir. Miðað við þá stefnu held ég að legudeild Landspítalans sé of lítil. Ég álít að við þurfum u. þ. b. 40-60 rúm til að hafa nægjanlegan sveigj anleika til að geta tekið við sjúklingum, sem við erum beðnir fyrir og ættum að meðhöndla sér- staklega. Hins vegar segir rúmafjöldi aðeins hálfa sögu, önnur aðstaða ýmisleg er ennþá mikilvægari. Kristján, ert þú sammála þessu? Kristján: Eg er sammála sumu og ósammála öðru. Ég held að það sé ekki alger nauðsyn að hafa legu- deild á almennu sjúkrahúsi. Ég held, að við getum vel stundað okkar sjúklinga á öðrum deildum og fylgt þeim eftir þar, ef starfsfólk deildanna er sam- vinnuþýtt og skilur endurhæfingu í framkvæmd. Ég held að mögulegt sé að sjúklingar, sem þurfa lang- varandi og meiri háttar endurhæfingu, fari beint á stofnun eins og Reykjalund. Væri e. t. v. mögulegt að endurhæfingarlæknar hér á Landspítala hefðu nánari samvinnu við Reykjalund og fylgdu sjúkling- um eftir þar? Ég held, að það hafi komið nægjan- lega glöggt fram, að við getum aldrei vistað alla sjúklinga á Landspítala, sem þurfa endurhæfingu á endurhæfingardeild spítalans. Meiri hluti fer að Reykjalundi. Hins vegar get ég nú ekki neitað því, að það er þægilegt að hafa þessa deild. Loks er ég alveg sammála bæði Páli og Hauki, að hér á landi eru nægjanlega mörg sjúkrahúsrúm fyrir endurhæf- ingarsjúklinga. I því tilliti er okkur sjálfsagt betur borgið heldur en nokkurri annarri vestrænni þjóð. Aðalatriðið er, að þau nýtist til þess, sem þeim er ætlað. Pátt: Þetta er kannski mergurinn málsins. Um- setning endurhæfingardeildar Landspítalans er langt fyrir neðan það, sem hún ætti að vera ef best léti. Umsetning á síðasta ári var ekki nema 48 sjúklingar. Þessa tölu mætti fimmfalda eða meira. Leifur: Er endurhæfing dýr meðferð, t. d. dýrari en önnur meðferð? læknaneminn 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.