Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 38
um flesta klínísku tímana, en oftast flytja stúdentar sjálfir eitthvert efni, en kennarinn gagnrýnir. Hvetur þetta stúdenta mjög til sjálfstæðrar hugsunar. Svœfingar og gjörgœsla Eru 2 stúdentar í einu í 2 vikur á þessum kúrsus, en hann er af mörgum talinn einn sá besti í náminu hingað til. Eru læknarnir hver öðrum duglegri að segja stúdentum til og kenna þeim að intubera, setja upp nálar o. þ. h. Slysadeild A slysadeild eru 8—9 stúdentar í einu í mánuð. Skiptust á 4 stúdentar fram til kl. 4 og hinir eftir kl. 4 og voru þeir fram á kvöld. Klínískir tímar voru fyrir alla átta kl. 11. Var þar farið yfir skoðanir á ýmiss konar meiðslum, meðferð o. fl. Mættu tímarn- ir gjarnan vera fleiri. Það sem mest háir kennslunni á slysadeild er fjöldi stúdenta og aðstöðuleysi. Verður hún af þeim sökum ekki eins góð og annars gæti verið. Röntgendeild Á röntgendeild voru stúdentar í hálfan mánuð í einu. Var þar bæði fylgst með tæknilegu hliðinni, þ. e. myndatökunum og einnig röngengreiningunni. Nokkuð leiðigjarnt er að horfa á margar maga- eða ristilmyndatökur í röð, enda varð nokkuð um skróp og bókasafnsferðir. Tímar voru hjá Ásmundi Brekk- an dósent einu sinni á dag, og þeir mættu tvímæla- laust vera mun fleiri. Nokkuð fannst mönnum vanta á, að stúdentum væri kennd meðferð einföldustu röntgentækja, eins og notuð eru í héraði. Nám á V ífilssliifium Hálfsmánaðar Vífilsstaðakúrsus hefur löngum þótt mjög hagstæður og hefur þar engin breyting orðið á. Er þar stúdentum (virkilega) kennt vel og lítið er um hangs og iðjuleysi. Apríl 1976, Arthúr Löve. Klínísht nám á Landspítalanum Handlœknisdeild. Á handlæknisdeild Landspítal- ans dvöldu menn 6 vikur, yfirleitt tveir í einu í tvær vikur á hverjum gangi. Þarna voru skipulagðir tímar (klinikkur) 5 sinnum í viku með sérfræðingum handlæknis- og svæfingardeildar. Sumir þessara tíma voru góðir og gagnlegir, en aðrir ekki og ófáir féllu niður af ýmsum orsökum. Að öðru leyti fengu stúdentar ekki mikla kennslu hjá sérfræðingum hand- læknisdeildar. Þó á flestum göngum væru sérfræðingar fleiri en stúdentar, heyrði það til algjörra undantekninga, að sérfræðingar færu yfir sjúkraskrár og skoðuðu sjúk- ling með stúdentum. Stúdentar tóku flestir 15-20 journala á kúrsusnum, en það erfiði var að miklu leyti unnið fyrir gíg. Klínik verður best kennd með sýnikennslu, og meðan prófessorsstaðan í handlækn- isfræði er bundin Landspítalanum, er ekki til of mik- ils ætlast, að stúdentar þar fái a. m. k. ekki lakari kennslu, en stúdentar á öðrum sjúkrahúsum. Svœfinga- og gjörgœsludeild. Á svæfinga- og gj ör- gæsludeild Landspítalans voru stúdentar 2-3 vikur, tveir og þrír saman. Reyndin varð sú, að stúdentar eyddu litlum tíma á gjörgæslunni, en fylgdu þess í stað þeim sérfræðingum, sem sáu um svæfingar. Þarna fengu menn góð þjálfun í að intúbera, setja upp vökva og ventilera með maska, en voru að öðru leyti aðeins áhorfendur. Lyflæknisdeild. Á lyflæknisdeild Landspítalans voru tveir eða þrír stúdentar á gangi tvær til þrjár vikur í senn á hverjum gangi. Þarna voru engir sameiginlegir tímar fyrir alla stúdenta, en kennslan inni á deildunum sjálfum var yfirleitt í góðu lagi. Kúrsusinn var best skipulagður á 3-D, þar tóku stúdentar á móti svo til öllum sjúklingum, sem komu inn á deildina, og næsta dag var sjúkraskrá yfirfarin og sjúklingur skoðaður með stúdentum. Síðan var spjallað um diagnosu, rannsóknir og með- ferð. Stúdentum var og ætlað að fylgja eftir þeim sjúklingum, sem þeir tóku á móti, panta rannsóknir, skrifa dagála og læknabréf. Stúdentum var auk þess ætlað að taka meiri þátt í öðrum störfum deildar- innar, en tíðkast á öðrum deildum. Yfirlæknir deildarinnar fylgdist náið með stúd- entum og sá til þess að þeir sætu ekki auðum hönd- um. Á öðrum deildum var kennsla og aðhald minna og meir undir stúdentum sjálfum komið hvernig tíminn nýttist. Röntgendeild. Á röntgendeild Landspítalans sóttu 28 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.