Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 39
um 30 læknanemar kúrsus í þrem hópum og var hver
hópur í hálfan mánuð.
Kúrsusinn fór þannig fram, að fyrri hluta morg-
uns fylgdust menn með myndatökum, en síðan fengu
menn einn til tvo tíma í röntgengreiningu hjá pró-
fes sornum. Þóttu þeir yfirleitt mun betur heppnaðir
en fyrirlestrar hans um sama efni.
Hjörtur Sigurðsson.
Klínískt nám tt Ltmtlttkoíi
Það er erfitt að gera svo viðamiklu efni nokkur
viðhlítandi skil í smápistli sem þessum. Þó skal það
helzta tínt til.
Handlœknisdeild. Venjulega hófst hver dagur þar
með kennslu kl. 8 að morgni. Skiptu læknar deildar-
innar með sér verkum. Þessir tímar voru allflestir
kennurunum til sóma. Þeir voru yfirleitt vel undir-
búnir og komu efninu skýrt frá sér.
Mér fannst það þó dálítið óheppilegt að hafa
þessa tíma um leið og stærstu og oft áhugaverðustu
aðgerðir dagsins voru að hefjast.
Eftir tímann gat maður oft valið eitt af þrennu:
I fyrsta lagi að fara í aðgerð, öðru lagi að fara á
stofugang og loks fara að taka á móti sjúklingi. Oft
var hægt að taka journal fyrir hádegi og þótti mér
það mikill kostur.
A handlæknisdeild gildir það sama og annars
staðar, að menn verða að bera sig eftir björginni.
Þó held ég að mér sé óhætt að segja, að þeir stúdent-
ar sem vilja, geti margt séð og mikið lært á þessum
kúrsus.
Lyfjadeild. Þar hefst hver dagur með morgun-
fundi kl. 8,30, sem er í senn röntgenfundur og gerð
grein fyrir sjúklingum, sem lögðust inn á vaktinni.
Eftir morgunfund og ókeypis morgunkaffi er
gengið á fund þess læknis, sem skal kenna stúdent-
um þann daginn. Aðaluppistaða kennslunnar eru
kennslustofugangar, en áður er farið lauslega yfir
sjúkrasögu þeirra sjúklinga, sem skoða á, svo og
ordinationir og niðurstöður síðustu rannsókna.
Gefst mönnum þarna gott tækifæri til þess að skilja
tilgang hinna ýmsu rannsókna svo og að meta niður-
stöður þeirra.
Þessu næst gengur viðkomandi læknir ásamt
kandidat sínum og stúdentum á stofurnar.
Samrceður um endurhœfingu
Framh. af bls. 22
iskum grundvelli? Dæmi: Hvað skeður þegar ákveð-
in taug skemmist, t. d. í upphandlegg?
Páll: Því hefur oft verið fleygt varðandi ana-
tomiukennsluna, að hún sé býsna þurr og beinist
mikið að því að kenna eingöngu útlit líffæra, teng-
ingu þeirra og annað slíkt. Ég held að ég sé sammála
þér, Leifur, að það gæti verið mjög skemmtilegt að
hafa pínulítið meira lifandi form á kennslu. Eftir því
sem ég veit best hefur þetta verið eitt af áhugamál-
um prófessorsins í anatómiu, og núna s.l. tvö ár
hefur dálítið verið reynt að kenna nemendum að
þskkja líffæri utan frá og fá þannig meiri hugmynd
um hvað er undir húðinni. Um hvort æskilegt er að
fara að kenna kliniska hreyfingarfræði vil ég segja
að ég held, að það gæti orðið fullmikið álag miðað
við þá pressu, sem er í náminu í dag. Yrði þá að
reyna að einfalda efnið allmikið, en þessi spurning
íinnst mér verð umhugsunar.
Kristján: Ég verð að segja að mér finnst ungir
læknar skilja hvenær þörf sé á endurhæfingu. Hilt
er svo annað mál, hvort þeir hafi nægan skilning á
einstökum liðum hennar. Maður heyrir sjúkraþjálf-
ara kvarta, að fyrirmæli þeirra séu ekki á rökum eða
kunnáttu reist. Kennsla í þessari grein var ekki tekin
upp fyrr en á s.l. hausti hér við háskólann svo sjálf-
sagt er hér úrbóta að vænta.
Haukur: Eg er ekki viss um að fákunnátta ungra
lækna í endurhæfingarfræðum sé meiri en eldri
lækna. Að sjálfsögðu ber að efla kennslu í endur-
hæfingarfræðum í læknadeildinni og í kjölfar þess
kemur aukin þekking og kunnátta lækna. Ég á ekki
við að allir læknar verði snöggsoðnir sérfræðingar,
heldur að þeir komi til með að starfa á þann hátt að
markmið starfsins verði fullkomin líkamleg, andleg
og félagsleg endurhæfing sjúklings.
Stundum er höfð kennslustund að stofugangi
loknum og hefur jafnan verið vel til þeirra vandað
að mínu mati.
Niðurstaðan af þessum vangaveltum mínum verð-
ur því sú, að það hefur fjölmarga kosti að vera
stúdent á Landakotsspítala. Ingiríður Skírnisdóttir.
læknaneminn
29