Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 27
er því helclur óárennilegt fyrirtæki, eins og málin standa í dag, fyrir endurhæfingarlækni að hefja störf á eigin vegum. Leifur: Það er einmitt þetta sem ég átti við. Þarf ekki endurhæfingarlæknir að láta hið opinbera eða frjáls samtök einstaklinga setja upp fyrir sig að- stöðu? Kristján: Svo ég tali frá eigin bæjardyrum finnst rnér ákaflega óárennilegt að leggja í mikla fjárfest- 'ngu og ekki síður í þann mikla rekstrarkostnað, sem fylgir fullkominni endurhæfingarstöð. Eg held að kostnaður, sem slíku fyrirtæki fylgir, sé svo mik- ill að greiðslur sjúkrasamlaganna nái ekki að vega upp á móti honum, a. m. k. eins og nú er. Leifur: Þarf endurhæfingarlæknir að vera póli- tískt þenkjandi umfram aðra lækna? Iiaukur: Erlendis hefur sýnt sig að sérfræðingar í endurhæfingarlækningum verða með tímanum lækna kunnugastir ýmsum hnútum almennra þjóð- mála og gerast stundum stjórnmálamenn. Starfs- kröfu rnar eru oft þess eðlis, að þeim er hentugt og nauðsynlegt að mynda sér ákveðnar stjórnmálaskoð- anir, en í því sambandi skiptir engu máli nafn og stefnuskrá stjórnmálaflokks. Kristján: Endurhæfingarhugsjónin er í sjálfri sér algerlega ópólitískt fyrirbrigði. Það er enginn vafi að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum þarf jafnt end- urhæfingu eftir alvarlega sjúkdóma og slys. Þetta er áhugaverð spurning því að ég helcl, að í þessari sér- grein sjáum við best mátt einstaklingsframtaksins, þ. e. a. s. hve langt vel mótiveraður sjúklingur kemst. Honum eru engin takmörk sett. Jafnframt finnum við einnig áþreifanlega hversu mikils virði samvinna er, ekki aðeins innan sjúkrahúsa milli starfsfólks, heldur einnig utan þeirra við hina ýmsu þætti þjóð- félagsins. Byltingin, sem við boðum. er ekki endi- lega þjóðfélagsleg, heldur að nokkru leyti í hugsun- arhætti gagnvart bækluðu fólki. Páll: Það er gaman að bera saman gang mála í kapitalísku landi eins og Bandaríkjunum og annars staðar. Vestan hafs er oft unnt að draga fram fjár- magn með miklum áróðri og dugnaði til þess að byggja upp endurhæfingarstöðvar, og það merkilega fyrirbæri gerist hér á Islandi, að ýmsar stöðvar, sem eru tengdar endurhæfingu, hafa ekki verið byggðar upp af ríkisvaldi eða bæjaryfirvöldum, heldur af fjármagni félagshópa. Má nefna skóla fyrir van- gefna, fyrir fjölfötluð börn o. fl. Hins vegar held ég að augu yfirvalda séu að opnast hægt og hægt fyrir hvað þeim beri að gera, en fé til reiðu er allt of tak- markað. Leifur: I framhaldi af þessu. Eru fatlaðir ekki lakari vinnukraftur en heilbrigðir og er þannig ekki verið að búa til hóp fólks, sem er illa hæfur til fram- leiðni í þjóðfélaginu? Haukur: Líkamlega fatlaðir menn eru að jafnaði hetri starfskraftur en heilbrigðir innan marka, sem fötlunin setur. Ef fötlunin er hins vegar á sviði skyn- færa eða andlegrar starfsemi, eru starfsvandamálin einlægt einstaklingsbundin, háð stigi sjúkdómsins og ástandi sjúklingsins á hverjum tíma. Það er einnig misjafnt hvaða störf eru í boði frá einu byggðalagi til annars. Þjóðfélaginu er skylt að veita þeim vinnu, sem eru ekki frambærilegir á almennum vinnumark- aði. Reynt hefur verið að mæta þörfum þeirra með svokölluðum vernduðum vinnustofum sem eru yfir- leitt framleiðslufyrirtæki og haga starfsemi sinni á þann veg að sá, sem er annað hvort líkamlega eða andlega fatlaður, getur sinnt þar störfum. Að jafn- aði er reynt að haga svo til að vinnan sé líkust því, sem gerist á almennum vinnumarkaði. Ymist eru greidd full laun eða hluti af launum almenns vinnu- markaðar. Að sjálfsögðu tekst yfirleitt ekki að reka verndaðar vinnustofur án talsverðs halla. Kristján: Því hefur verið haldið fram með nokkr- um rétti að fatlaðir séu e. t. v. stærsti minnihluta- hópur heimsins, milli 3O0-HOO milljónir. Mörgum hefur láðst að athuga, að þeir eru oft í rauninni betri vinnukraftur en heilbrigðir. Það sýnir sig, að þeir hafa færri veikindadaga, eru mun stundvísari og leggja harðar að sér við vinnu. Margir vinnuveit- endur erlendis hafa veitt þessu athygli og sækjast eftir þeim. Það hefur verið nefnt sem dæmi, að sá, sem gengur í gegnum hreinsunareld fötlunar og læknaneminn 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.