Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.08.1976, Blaðsíða 28
Lœknirinn fórnar höndum í örvœntingu og yfirgefur tvo sjúk- linga meS stórubólu. Myndin er frá 1350. kemst aftur til vinnu, hefur sýnt í miklu ríkara mæli h yað í honum býr heldur en maður líkamlega heil- brigSur. Tökum venjulegan leir. Hann verður ekki að postulíni fyrr en hann hefur gengið í gegnum ákveðna framvindu og herst í elcli. Sumir undrast hvernig nokkur geti lagt fyrir sig að vinna með bækluðu fólki og vil ég segja ykkur í því sambandi sögu, sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Fallhlífa- hersveit var í æfingum. Hershöfðinginn kom akandi í jeppanum og sá einn fallhlífamanninn með fall- hlíf sína gangandi áleiðis til herbúðanna. Hann stoppaði, tók hann tali, spurði hvort honum þætti ekki gaman að stökkva. Fallhlífamaðurinn sagði: Nei, mér finnst þetta ákaflega leiðinlegt, ég hef alltaf verið óskaplega hræddur við þetta.“ „Nú, hvernig stendur á því? Iivað ertu búinn að vera lengi í þessu og hvað hefur þú oft stokkið?“ „Eg hef nú verið sex ár í þessu, stokkið 623 sinnum og alltaf jafn hræddur.“ „Hvernig í ósköpunum stend- ur þá á því, að þú heldur áfram?“ „Ég hef svo voða- lega gaman af því að vera með náungum, sem þora að stökkva.“ A svipaðan hátt er viss ánægja fólgin í því að vinna með fólki, sem hefur kj ark til þess að takast á við meiri háttar bæklun, mæta lífinu og fara út í atvinnu á nýjan leik. Þið skiljið hvað ég á við. Leifur: Nú er lítils háttar byrjað á markvissri endurhæfingu fyrir sjúklinga, sem hafa fengið krans- æðastíflu. Er ekki hætta á að þessi starfsemi geri fólk of sjúkdómsmeðvitað, verði taugaveiklunar- valdur ? Kristján: Nei, það held ég alls ekki. Endurhæfing hjartasjúklinga miðar að því að nýta hæfileika þeirra, líkamlega og andlega, miðað við hæfni hjarta- og æðakerfis. Endurhæfing gerist þess vegna ekki eingöngu innan sjúkrahússins, hún heldur á- fram eftir heimferð. Við viljum aðstoða sjúklinginn við nauðsynlega breytingu á lífsháttum sínum, að aðlagast breyttum vdðhorfum og bæta heilsu hans jafnvel fram yfir það, sem var áður. Þetta er auð- vitað ekki fljótunnið verk, getur jafnvel tekið nokk- ur ár, og er árangur mjög háður áhuga sjúklings á málinu. Þú átt sjálfsagt við það, Leifur, að með því að fræða sjúklinginn um orsakir kransæðastíflu og láta hann fylgjast með ýmsum fysiologiskum við- brögðum við áreynslu, geti það valdið nokkurri taugaveiklun. Leifur: Það er nú einmitt að fólk tekur oft mjög bókstaflega það sem því er sagt. Ég man, t. d. eftir sjúklingi, sem var sagt á unga aldri að hann skyldi nærast á léttu fæði um tíma og þegar hann kom næst á spítala 40 árum seinna hafði hann ekki borðað annað en fisk í þessi 40 ár. Þú kennir t. d. fólki að fylgjast með púlsi í sambandi við áreynslu og setur einhver efri mörk, sem þú segir að vísu séu ólj ós, en nefnir gjarnan einhverja tölu. Hættir fólki ekki til að binda sig of mikið við þessa tölu þannig að þó púlsinn fari ekki nema nokkrum slögum upp fyrir markið, verður það hvínandi hrætt, leggst í rúmið og kallar á lækni í hvelli. Kristján: Nei, ég held að það geri það ekki, nema það íinni til annarra einkenna. Hins vegar finnst mörgum gott að styðjast við ákveðið hjartsláttar- mark, einkum nákvæmum fullkomnunarsinnum. Þeg- ar þeir hafa þannig tölur til að miða áreynslu við, líður þeim í rauninni miklu betur og stunda hvers kyns leiki og iðju með minni kvíða en ella. Leifur: Að lokum: Nú eru ungir eða nýútskrifað- ir læknar feikna illa að sér um endurhæfingu. Sjálf- sagt er mj ög margt til bóta en fyndist ykkur einhver bót að kenna hreyfingarfræði nær eingöngu á klín- Framh. á bls. 29 22 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.