Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Side 30

Læknaneminn - 01.11.1978, Side 30
Completed weeks Mynd 24. Lág vaxtargeta (Low growth potential og genetic influence). Sýnir, að vöxturinn er smár slrax við 22. viku. Vaxtarkúrfan sýnir hins vegar nokkuð jafnan vöxt en miklu minni en í meðallagi og við 30. viku sést, að vöxlur er kom- inn un 5. percentil línuna en heldur jajnt og þétt áfram. BPD-nuvlingar á 3. triniestri Eftir 30. viku er ekki hægt að ákvarða með nægj- anlegri nákvæmni meðgöngulengd og þar með þroskamat fósturs með BPD-mælingu einni saman, heldur er aðeins hægt að segja, hvort BPD-vöxtur er eðlilegur eða ekki á gefnu tímabili. Astæðan fyrir þessu er sumpart vaxtarmismunur á höfðum, sem getur byrjað tiltölulega snemma á 3. trimestri, en sumpart örðugleikar og ónákvæmni í mælingum. Hvað viðvíkur hinu fyrra, þá er PBD fullburða barns allt frá 98 og upp í 105 mm, en það er vert að taka það fram, að enda þótt stór börn hafi frekari stærri BPD, er það hvergi nærri ófrá- víkjanleg regla, og ekki hægt að dæma fósturstærð- ina með neinni vissu út frá BPD-mælingunni einni saman. (Sjá mynd 19.) Hvað viövíkur örðugleikum á BPD-mælingum á 3. trimestri, skal tekið fram að vikulegur vaxtar- kvóli er aðeins 1—1% mm upp úr 34.-35. viku, en mæliskekkjan getur verið sú sama eða jafnvel meiri. Þetta stafar sumpart af því, að höfuðið getur verið skorðað, en þá hjálpa ummálsmælingar nokkuö og loks: mæling á þessum tíma krefst mikillar ná- kvæmni, ef takast á að mæla rétt á biparietal bung- urnar, en oft á tímum er þaö tæknilega örðugt. Oftast er nú stuðst við 3 mælingar á 3. trimestri: BPD, ummálsplan höfuðs og ummálsplan bols. Vmmálsplön Ummál höfuðs er tekið ef: 1) Höfuð er flatlaga (sjá síðar) eða ef BPD-mæl- ing næst ekki nógu vel. (Sjá mynd 28.) Mynd A. MyndB. Mynd 25. A þessum tveim myndum sést hydrops foetalis. Mynd A er í transverse plani 2-3 fingurbreiddum■ fyrir neðan nafla jóstursins. Aldur ca. 25 vikur. C: Peritoneal vökvi, ascites. K: Kviðveggur fóstursins. X: Kviðarholslíffœri fóstursins. Peritoneal vökvinn er talsvert mikill. Talið að ascites vökvinn myndist vegna blóðflokkamisrœmis móður og fósturs. Mynd B er tekin í transumbilical plani, aldur er 30'/2 vika. Ascites vökvinn er ekki eins mikill og sést á mynd A. 28 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.