Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 46
vivo. Semidehydroascorbat dregur einnig úr vexti
veira í æti, sennilega vegna eyðileggjandi áhrifa
frírra radicala á kjarnasýrur veiranna. Muruta og
samstarfsmenn1 0 hafa sýnt að 99% af gerlaveirum
verða óvirkar eftir að hafa verið 60 mínútur í nær-
veru ascorbats, að styrklerka sem næst í líkamanum
við inntöku stórra skammta af C-vítamíni. Ovirknin
náðist aðeins í nærveru súrefnis.
Ascorbat myndar komplexa með mábnjónum eins
og Ca++ og Mg++ og afoxar járn- og koparjónir
greiðlega og kann það að skýra örvandi áhrif ascor-
bats á virkni ýmissa enzyma.
Ascorbat myndar greiðlega vatnsefnistengi, m. a.
við adrenalín og no-adrenalín og ver þau þannig
oxun. En katekolamín oxast yfir í adrenochrom sem
er mjög eitrað efni og inhiberar m. a. oxun pyruvats,
myndun ATP og decarboxyleringu glutamats.
Ascorbat hjálpar til við uppsog járns í þörmun-
um og flutning þess til lifrar. Ennfremur varnar það
eituráhrifum ýmissa þungra málmjóna.
ilámarhs-shtimmtar af C-vítamíni
Maðurinn, mannapar og naggrísir eru meðaf
þeirra fáu dýra, sem geta ekki framleitt eigið C-
vítamín. Onnur spendýr framleiða milli 3 og 19 g af
C-vítamíni á dag sé miðað við 70 kg líkamsþunga.
Ascorbatið dreifist mismunandi um hin ýmsu líf-
færi og er ascorbat styrkurinn mestur í nýrnahettum,
heiladingli og lifur. í töflu I má sjá að ascorbat
styrkur hinna ýmsu líffæra er ekki mjög breytilegur
frá einni dýrategund til annarrar. Naggrísir sem lifa
á C-vítamín auðugu káli hafa svipaðan ascorbat
styrk í sínum líffærum og önnur dýr. Fyrstu ein-
kenni skyrbjúgs í naggrísum koma fram þegar as-
corbat styrkur í nýrnahettum, lifur og nýrum er
fallinn niður í % af eðlilegu magni. I alvarlegum
skyrbjúg er ascorbat styrkurinn orðinn af því
sem telst eðlilegt í þessum sömu líffærum.
Ráðlagðir dagskammtar fyrir apa og naggrísi eru
rúmlega 1 g/10.000 kj af fæðuorku (samsvarar þörf-
um 70 kg manns), en Yew11 komst að þeirri niður-
stöðu í athugun á naggrísum, að 3,5 g/dag/70 kg
væri optimum skammtur. Þegar tekið er mið af því
hvað breytileikinn á eigin C-vítamín framleiðslu er
lítill, þótt stærðarmunur dýra sé mjög mikill, er
ekki óeðlilegt að taka nokkurt mið af niðurstöðum
úr naggrísatilraunum, þegar verið er að áætla op-
timum skammta fyrir manninn.
Pauling mælir með7 að ráðlögð dagsneysla C-
vítamíns verði á bilinu 250 mg til 4 g. Lægri mörkin
miðar hann við að mettun sé náð í tubular reab-
sorption nýrna, og er þá ascorbat styrkur serums á
bilinu 1,1-1,9 mg/100 ml. Hann telur að erfiðara
sé að komast að niðurstöðu um efri mörkin. Idins
vegar bendir hann á, að upp að 4 g skammti á dag,
verði aðeins örlítil aukning á oxalat útskilnaði í
fullorðnum mönnum, en ein röksemdin gegn mikilli
C-vítamín neyslu hefur verið talin hætta á myndun
nýrnasteina vegna mikils oxalatútskilnaðar.
Bent hefur verið á, að margir verða fyrir óþæg-
indum samfara mikilli C-vítamín neyslu. Fá sumir
brjóstsviða, aðrir loftgang eða niðurgang og út-
skilnaður þvags eykst. Engin ítarleg könnun hefur
þó verið gerð á tíðni slíkra óþæginda. C-vítamín
útskilnaður í þvagi eykst með aukinni C-vítamín
neyslu og sýrustig (pH) þvags lækkar. Yarla getur
það þó talist hættulegt eða óæskilegt, þótt sumir
telji að það geti valdið blöðrusteinum (,,gravel“).
Því hefur verið haldið fram að C-vítamín eyði-
leggi vítamín Bj ■> í meltingarveginum og sé þess
vegna skaðlegt að neyta mikils C-vítamíns. Þó hefur
ekki orðið vart við B12 skort hjá fólki sem neytt
hefur stórra skammta af C-vítamíni árum saman.
Hins vegar hefur verið sýnt fram á að C-vítamín
eyðileggur anticoagulant áhrif lyfja eins og war-
farin. Ennfremur er talið að ascorbat trufli glúkósa
próf í þvagi sykursjúkra. Eina hættu enn hefur verið
bent á, en hún er sú að C-vítamín kunni að hraða
úrkölkun beina.
C-vítamín sem vörn gegn gerla-
og vcirusýhingu
Ein öflugasta vörn líkamans gegn gerlum er
phagocytosis leukocyta og macrophaga. Mönnum
var ljóst fyrir meira en 30 árum, að ascorbat væri
nauðsynlegt til að leukocylar sýndu óskerta phago-
cytiska virkni,12 og varð ascorbat styrkurinn að
vera um 20 (*g per 108 frumur. Sýkingar, sár, upp-
skurðir og önnur streita, leiddi til lækkunar ascor-
bats í serumi og leukocytum. Hume og Weyers13
42
LÆKNANEMINN