Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 44

Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 44
Um C-vítamín Elín Ólafsdóttir lífefnafræðingur Inngangur Undanfarinn áratug hefur mikið verið rætt og ritað um C-vítamín (ascorbinsýru). Má sennilega rekja þessar umræður að miklu leyti til áhuga Linus Pauling1 á heilsubætandi áhrifum C-vítamíns, eink- um sé það tekið inn í stórum skömmtum. En þrátt fyrir miklar umræður og auknar vísindalegar athug- anir hefur þekkingu manna á áhrifum C-vítamíns lítið fleygt fram á þessum tíma. Rökstuðningur Pauling fyrir aukinni neyslu C- vítamíns er einkum byggður á samanburði við C- vítamín framleiðslu þeirra spendýra sem mynda eig- ið C-vítamín, og athugun á magni þess í fæðu apa og naggrísa. Stone2 mælir einnig með inntöku stórra skammta af C-vítamíni og er röksemdafærsla hans að nokkru leyti erfðafræðileg. Telur hann að forfeður okkar hafi framleitt nokkur grömm af C-vítamini á dag, áður en þeir töpuðu geninu sem gerir nútímamanni ókleift að framleiða C-vítamín. Lewin3 byggir sína röksemdafærslu fyrir neyslu stórra skammta af C-vítamíni á því að í tæknivæddu þjóðfélagi búi maðurinn við svo mikla streitu að hann þurfi ætíð að hafa stóran varaforða C-vítamíns til taks í líkamanum þannig að varnarkerfi líkamans geti brugðist við hvers kyns áreiti af fullri atorku. Hins vegar eru margir sem telja að ráðlagðir dag- skammtar af C-vítamíni, sem í raun eru miðaðir við að verjast skyrbjúg, séu manninum nægjanlegir og aukin neysla C-vítamíns sé óæskileg, þar sem þekk- ing okkar á áhrifum þess til góðs eða ills sé enn tak- mörkuð. Ráðlagðir dagskammtar Ráðlagðir dagskammtar af ascorbinsýru eru 45 mg á dag fyrir fullorðna, 35 mg fyrir kornabörn, 60 mg fyrir vanfærar konur og 80 mg fyrir konur með barn á brjósti.4 Árið 1949 varpaði Bourne5 fram þeirri spurningu hvort 45 mg væru nægur dag- skammtur af ascorbinsýru. Taldi hann að eitt til tvö grömm á dag væri nær lagi. Stone0 komst að þeirri niðurstöðu 1966, að 3 til 5 g af C-vítamíni á dag væri sá skammtur sem flestir þyrftu til að njóta þeirra heilsubætandi áhrifa sem þetta vítamín gæti veitt. Lewin3 telur að C-vítamín þörf manna sé mjög mismunandi og fari eftir líkams- og sálarástandi hvers og eins. Hann telur að 70 til 150 mg á dag sé hæfilegur skammtur fyrir þá sem eru í andlegu jafnvægi og ekki undir neinu líkamlegu álagi. Hins vegar geti dagsþörfin farið upp í 5 til 10 g við sýk- ingu, uppskurði, alvarleg sár og mikla andlega á- reynslu. Pauling bendir á það, að ráðlagðir dagskammtar vítamína og annarra næringarefna séu fyrst og fremst miðaðir við það að koma í veg fyrir skorts- einkenni, en ekki við það að ná sem bestri heilsu. Vill hann gera mun á ráðlögðum lágmarksdag- skömmtum og ráðlagðri dagsneyslu, sem hann tel- ur að ætti að vera fyrir C-vítamín á bilinu frá 250 mg til 4 g.7 Að konia í veg fyrir skyrbjág Eins og áður er sagt munu ráðlagðir dagskammt- ar af ascorbinsýru fyrst og fremst vera miðaðir við það að varna myndun skyrbjúgs. Hodges og sam- starfsmenn8 komust að sömu niðurstöðu og fjöldi fyrirrennara þeirra, að 10 mg af ascorbinsýru væri nægilegur skammtur til að koma í veg fyrir skyr- bjúg í flestum einstaklingum. Samanlagður fjöldi þeirra sem hafa tekið þátt í skyrbjúgsvarnarkönn- unum er tiltölulega lítill og litlar upplýsingar til um einstaklingsbundinn mun á ascorbinsýrumagni, sem þarf til að verjast skyrbjúg. Ráðlagðir dagskammt- ar eru því hafðir nokkuð fyrir ofan 10 mg mörkin, 40 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.