Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 68

Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 68
Túrisminn í hámarki. ekki, því nú dundi á honum þetta voða högg svo sól- gleraugun flugu í gólfið og hann á eftir. Eigi allfjarri stóðu hinir Islendingarnir, sem kom- ið höfðu með honum inn á barinn. Þar sem þeir sjá hverju framvindur víkur einn jjeirra sér nú að enska tröllinu og ætlar að grennslast fyrir um hvernig á slíku framferði stæði. En sem fyrr er Englendingur- inn ekki til viðtals og gerir sig líklegan til að kýla þennan nýja óvin. En viti menn, nú er það landinn sem er sneggri, og áður en Englendingurinn veit af þá hefur Islendingurinn vafið hann örmum svo fast að hann má varla andann draga. Hér var kominn hinn ógurlegi „rúckenspenner“ sem hafði gripið Englendinginn slíkum heljartökum, sem kallast hryggspenna. „Hvers konar slagsmálaaðferð er þetta eiginlega?“ hugsar Englendingurinn þegar vindhögg hans lenda langt fyrir aftan hnakka íslendingsins. Fastar og fastar þrýstir þessi ókunni maður honum að sér svo að við liggur að hryggsúlan í honum brotni og rif- bein andstæðingsins stingi hann á hol. Og áður en hann veit tekst hann á loft og skellur niður á bakið með Islendinginn ofan á sér. En nú drífur að fleiri Englendinga, sem svolanum eru greinilega kunnir og jíótti nóg orðið um hrakfarir hans. Upphefjast nú slagsmál milli Islendinganna og Englendinganna, sem enduðu fljótlega með því að Islendingunum var hent út af pöbbnum enda ekki nema fjórir á móti miklum fjölda Englendinga. Gætti jrar liðsmunar. Sem betur fer meiddist enginn í jressum ryskingum, og var jretta í fyrsta og jafnframt síðasta skipti, sem Lúbarinn var heimsóttur. Flestir áttu í örðugleikum með að komasl heim þessa fyrstu nótt, enda vissu fæstir hvað upp eða niður sneri í borginni, hvernig fá átti leigubíl, eða yfirleitt hvernig standa átti í fæturnar. En allir komu þeir aftur og enginn Jreirra dó, einn og einn tíndust þeir til baka fram eftir nóttu, fullsaddir á næturlíf- inu í það skiptið. Er líða tók á dvölina kynntumst við betur öllum aðstæðum og jteim stöðum, sem mest var varið í. Af jreim stöðum sem mest voru sóttir má nefna Romeo & Juliet, Cirklands og Cabin. Auk þess að fá sér einn og einn bjór og skreppa stöku sinnum á ball má nefna eftirfarandi sem dæmi um jtað hvernig frí- tímanum var varið. Helgunum var aðallega varið til ferðalaga. Eina helgina fór stór hópur til tivolybæjarins Blackpool á meðan annar stór hópur skrapp á hljómleika í London, með þeim Eric Clapton og Boh Dylan. Um Blackpool-ferðina er Jtað að segja, að flestir fengu nóg, en í hljómleikaferðinni fengu fæstir nóg, enda mun sú ferð hafa verið stórkostleg í alla staði. Aðra helgi fór meiri hluti hópsins í hina árlegu Wales-ferð og var sú ferð ágætlega heppnuð, að minnsta kosti nóttin í Bangor. Auk Jress má nefna heimsókn á æfingu hjá Liver- pool-liðinu (sbr. mynd í Soccer), heimboð, báts- ferðir og aðrar ferðir með Rotaryfólkinu. Skoðun nýja sjúkrahússins í Liverpool, heimsóknir á skurð- stofur annarra Liverpool-spítala o. fl. Eins og undanfarin ár Jjá var Jrað J. M. Pearson, sem af hálfu snúningsfólksins hafði mest með dvöl okkar að gera. Munu flestir eiga erfitt með að gleyma hjálpsemi og snúningslipurð Jressa svo ein- staklega vingjarnlega og hlýlega manns. 60 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.