Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 19
MyndA. MyndB.
Mynd3. Mynd 4 sýnir þversnið í gegnum höjuðkúpuna í transcoronal plani. Þetta er svokallað „B-scan“. A og B eru
parietalbeinin. C er jalx cerebri. Samsvarandi staðir, merktir A, B og C, sjást á mynd B. Fjarlœgðin milli parietalbeinanna
Biparittal Diameter) samsvarar 34 vikna aldri. Mynd B sýnir svonejnt „A-scan“. Lárétti ásinn táknar tíma en lóðásinn (am-
plitudan) sýnir styrk endurvarpsins. Fjarlægðin milli toppanna A og B er mœld sjáljvirkt aj sonartækinu, kallast biparie-
tal diameler (BPD) og er hún notuð til aldursákvörðunar (sbr. línuritið í mynd 19).
mundi örbylgjan ekki komast niður fyrir þetta ann-
ars loftfyllta yfirborð húðar.
Þungað leg er einkar hentugt til rannsóknar með
sonar, vegna þess að örbylgjan fer óhindruð í gegn-
um vökva (legvatnið), en hins vegar endurkasta fast-
ir hlutir, svo sem fóstur og fylgja hljóðbylgjunum
til haka af mismunandi krafti og gefa þannig glögga
mynd af því sem inni í leginu er. (Sjá mynd 5.)
Þegar skoðað er með sonartækinu koma einungis
fram sneiðmyndir (sonotomogram), sem hafa breidd
kristalsins (19 mm). Venjulega er skoðað fyrst í
lengdarplani með 1-2 cm millibili og eru þannig
fengnar sneiðmyndir af þessum plönum og skoðand-
inn samræmir síðan þessar myndir, skoðar síðan í
þverplani með sama millibili og lýsir þvívíddar
heildaryfirsýn.
Ég hef kallað þetta skyggniþreifingu vegna þess
að það sem þreifað er á með kristalnum kemur fram
sem mynd eða skyggning á skermum sonartækisins.
Þessu má að vissu leyti líkja við þreifingu í venju-
legri klíniskri skoðun.
Það leiðir af framansögðu að skoðandinn verður
að hafa allglögga reynslu og innsýni í sína grein til
þess að geta hagnýtt sér tækið og beitt því til árang-
urs, og það er almennt viðurkennt hjá kunnáttu-
mönnum á þessu sviði nú orðið, að sonartæknin sé
aðeins viðbótartæki í höndum sérfræðingsins til að
komast nær réttri greiningu. Æfingartími fyrir
mann með staðgóða klíniska þekkingu er talinn
vera um 4-6 mánuðir.
Mynd 4. Eðlileg þungun, aldur 8 vikur. Myndin sýnir: Þ:
Þvagblaðra, A: Amnionvökvi. C: Decidua Capsularis, klœðir
amnionsekkinn .F: Fósturpóll. P: Decidua parietalis, klœðir
legið að innan. E: Vökvarúm utan amnionpokans. I: Im-
plantatio, sem er há. A II. viku jyllir decidua capsularis út
í cavum uteri og extra-amnionrýmið hevrjur.
læknaneminn
17